Hnífjafnt í Hafnarfirði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“ Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 23:36 Guðmundur Árni var í skýjunum þegar fréttastofa náði af honum tali. Stöð 2 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var hæstánægður þegar fréttamaður okkar náði tali af honum á kosningavöku þegar fyrstu tölur voru lesnar upp. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru bæði með 1.700 atkvæði eða 27,9 prósent eftir fyrstu tölur. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt,“ segir Guðmundur Árni glaður í bragði. Hann segir Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur ef niðurstöður kosninganna verður sú sama og eftir fyrstu tölur. Miðað við fyrstu tölur fá Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fjóra menn hvor, Framsókn tvo og Viðreisn einn. Þar sem ellefu menn skipa bæjarstjórn Hafnarfjarðar er ljóst að Framsókn hefur pálmann í höndunum og ræður úrslitum um hvernig meirihluti verður myndaður. Guðmundur Árni segist vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum og að oddviti hans, Valdimar Víðisson, sé mikill sómamaður sem gott sé að vinna með. Hann segir að aðalmálið í hans huga sé ekki að hann verði bæjarstjóri á ný. Hann segir aðalmálið vera betrun Hafnarfjarðar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var hæstánægður þegar fréttamaður okkar náði tali af honum á kosningavöku þegar fyrstu tölur voru lesnar upp. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru bæði með 1.700 atkvæði eða 27,9 prósent eftir fyrstu tölur. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt,“ segir Guðmundur Árni glaður í bragði. Hann segir Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur ef niðurstöður kosninganna verður sú sama og eftir fyrstu tölur. Miðað við fyrstu tölur fá Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fjóra menn hvor, Framsókn tvo og Viðreisn einn. Þar sem ellefu menn skipa bæjarstjórn Hafnarfjarðar er ljóst að Framsókn hefur pálmann í höndunum og ræður úrslitum um hvernig meirihluti verður myndaður. Guðmundur Árni segist vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum og að oddviti hans, Valdimar Víðisson, sé mikill sómamaður sem gott sé að vinna með. Hann segir að aðalmálið í hans huga sé ekki að hann verði bæjarstjóri á ný. Hann segir aðalmálið vera betrun Hafnarfjarðar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira