Stórfellt svindl með ávexti og grænmeti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. maí 2022 07:00 Frá matarmarkaði í Cartagena. Vísir/Jóhann Hlíðar Fleiri tonnum af ávöxtum og grænmeti er smyglað ár hvert til Spánar frá ríkjum Norður-Afríku og þau síðan seld sem spænskar afurðir. Ríkisstjórnin ætlar að skera upp herör gegn þessu umfangsmikla svindli. Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla. Spánn Matur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Spánn er langstærsti framleiðandi ávaxta og grænmetis í Evrópu. Ríki Evrópusambandsins rækta tæp 100 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti á ári hverju og fjórðungur þess kemur frá Spáni. Það kann því að koma mörgum á óvart að í þeirri miklu matarkistu sem Andalúsía á Suður-Spáni er, viðgengst stórfellt svindl með ávexti og grænmeti. Grænmeti frá Norður-Afríku blandað við það spænska Fleiri tonn af tómötum, appelsínum, paprikum eru flutt inn til Spánar í skjóli nætur frá Marrokkó, Egyptalandi og Tyrklandi. Afurðirnar eru teknar úr upprunapakkningunum og síðan merktar á ný sem spænsk framleiðsla eða þeim er hreinlega blandað saman við spænska framleiðslu. Svindlið hleypur á milljónum evra og nú hefur spænska þingið ákveðið að grípa í taumana. Ríkisstjórn sósíaldemókrata hyggst veita sjálfsstjórnarhéruðunum auknar valdheimildir til að spyrna við þessum vörusvikum. Það er mikið í húfi, bæði innanlandsframleiðsla og það sem er ekki síður mikilvægt, hið góða orðspor sem fer af spænskum ávöxtum og grænmeti. Í hinum innfluttu matvælum finnast oft leifar af áburði og öðrum efnum sem eru bönnuð innan Evrópusambandsins. Matarmarkaðurinn í Cartagena.Vísir/Jóhann Hlíðar Sex sinnum ódýrara að rækta grænmeti í Norður-Afríku Hvati bændanna er hins vegar mikill þegar kemur að peningum. Sem dæmi má nefna að það kostar andvirði 8 íslenskra króna að framleiða kíló af tómötum í Marokkó, en á Spáni kostar það um 50 krónur. Samkeppnin er því erfið og grjóthörð. Á síðustu tveimur árum hafa eftirlitsmenn framkvæmt 838 stikkprufur og sektað þá sem hafa orðið uppvísir að svindli um alls 448.000 evrur, andvirði 63 milljóna íslenskra króna. En hvernig áttu að geta haldið uppi skilvirku eftirliti með nokkrum eftirlitsmönnum þegar þúsundir vöruflutningabíla aka landshorna á milli á hverri einustu nóttu? Talsmaður ávaxta- og grænmetisbænda, Andrés Góngora, segir í samtali við spænska dagblaðið El País, að menn leggi ekki einu sinni mikið á sig til að fela svindlið. Á hverjum einasta degi megi sjá þúsundir pakkninga frá ríkjum Norður-Afríku á sorphirðustöðum í Andalúsíu. Og annar talsmaður ræktenda segir í samtali við sama blað, að viðurlögin séu svo væg, að þó þú sért staðinn að verki, þá borgar sig að greiða sektina og halda áfram að svindla.
Spánn Matur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira