Reynslubolta í háloftunum líst illa á einkunnaforrit Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2022 09:00 Margrét (t.v.) ásamt Lovísu dóttur sinni. Margrét starfaði í hátt í tvo áratugi fyrir Icelandair. Samsett Fyrrverandi flugfreyja, sem á að baki langan starfsferil hjá Icelandair, telur að smáforrit sem sett hefur verið upp svo flugfreyjur og þjónar félagsins geti metið starfsframmistöðu samstarfsfólks síns sé ekki af hinu góða. Icelandair hefur nú tekið í notkun snjallforritið MyMotivation, þar sem starfsfólk getur gefið hvort öðru endurgjöf með svokölluðu jafningjamati. Við matið er litið til átta þátta, meðal annars samskipta- og leiðtogahæfni, en einnig viðhorfs til vinnuveitandans, Icelandair. „Það er hægt að setja þetta í samhengi við sjómenn. Þætti fólki eðlilegt ef sjómenn þyrftu að vera gefa hvor öðrum einkunn eftir hverja sjóferð. Hvað þeir hafi verið að gera, hvað skipstjórinn var að segja og svona. Þetta bara gefur af sér lélegri móral en maður getur ímyndað sér, og í þessu öryggisstarfi þá er mórallinn rosalega mikilvægur,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir, sem starfaði í 18 ár hjá Icelandair. Á tíma sínum hjá félaginu sinnti Margrét meðal annars stjórnendastöðum. Ríkisútvarpið sagði nýverið frá því að Alþýðusamband Íslands hefði gagnrýnt Icelandair vegna forritsins. Hún telur að einkunnagjafarkerfi innan flugáhafna geti orðið til þess að fólk veigri sér við að segja frá því ef eitthvað fer úrskeiðis, af ótta við að fá slæma umsögn frá samstarfsfólki sínu. Það geti leitt til þess að öryggismál færist úr forgrunninum ef lagt er fyrir áhafnir að fylgjast á þennan hátt með samstarfsfólki sínu í vinnunni. „Ég held að það gefi auga leið að það er enginn að segja frá því að hann hafi gleymt að tékka klósettin, eða ekki skoðað súrefnistækin, gleymt einhverju eða klúðrað einhverju litlu sem allir geta lært af. Það eru haldin námskeið nokkrum sinnum á ári þar sem samskiptaformið er sérstaklega æft. Það var alltaf „no blame-policy“ en ég veit ekki hvar hún passar inn í þetta,“ segir Margrét. Með því á hún við að hvatt hafi verið til þess að fólk væri opið og hreinskilið ef það gerði mistök, og að sama skapi að fólki yrði mætt í mildi, gerði það smávægileg mistök. Þá telur Margrét sömuleiðis að notkun forritsins geti orðið til þess að skapa eineltismenningu innan starfsmannahópsins. Telur ákvörðunina stafa af vanþekkingu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að afar skiptar skoðanir séu í hópi flugþjóna og freyja Icelandair með útgáfu forritsins. Í samtali við mbl í gær sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, að viðtökur meðal starfsmanna væru góðar. Margrét er þá ekki sú eina sem hefur gagnrýnt innleiðingu forritsins, en Drífa Snædal hefur sagt að blað sé brotið á íslenskum vinnumarkaði með því að láta starfsfólk „njósna hvert um annað.“ Drífa ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Margrét sinnti eins og áður sagði stjórnendastöðu hjá Icelandair um árabil, var yfir hópi flugfreyja og þjóna um tíma og var í ráðningarteymi félagsins. Þá á hún sæti í trúnaðarráði Flugfreyjufélags Íslands. Hún telur að ráðstöfunin sé byggð á vanþekkingu. „Vanþekkingu á mannauði og hvernig hann virkar. Þarna eru stjórnendur sem eru yfir, sem hafa ekki eytt miklum tíma um borð, sem er allt í lagi. En mannleg hegðun passar ekki inn í Excel-skjal.“ Mögulega leið til að losa sig við reynslumeira starfsfólk Margrét telur að tilgangurinn með forritinu sé mögulega að losa sig við reynslumikið starfsfólk sem kosti félagið meira en nýir starfskraftar. Margrét er ein úr hópi þeirra sem var sagt upp störfum hjá Icelandair í Covid-faraldrinum og fékk uppsögn sína ekki afturkallaða. Þær skýringar sem Margrét fékk á því að uppsögn hennar yrði ekki dregin til baka voru að skjáskot hefði borist stjórnendum, af einhverju sem hún átti að hafa sagt um félagið. „Ég spurði auðvitað hvort ég fengi ekki að sjá það. Það var ekki í boði. Það átti alltaf að senda mér það en ég hef aldrei séð það. Þeir bera við trúnaði gagnvart starfsmanninum sem sendi skjáskotið. Ég var yfirmaður þarna í átta ár og veit að ég gerði engum eitt eða neitt,“ segir Margrét. Hún hafi engin svör fengið um hvort ætti að draga uppsögnina til baka eða hvenær. „Svo sækir maður aftur um næsta sumar, og þá eru allir aðrir metnir hæfari, meira að segja nýliðarnir. Þá hugsar maður bara með sér hvað maður hlýtur að hafa verið lélegur í 18 ár, samt fengið yfirmannsstöðu og aldrei fengið að vita það. Það er mjög skrýtin mannauðsstefna sem er í gangi þarna, eða bara engin stefna,“ segir Margrét. Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Icelandair hefur nú tekið í notkun snjallforritið MyMotivation, þar sem starfsfólk getur gefið hvort öðru endurgjöf með svokölluðu jafningjamati. Við matið er litið til átta þátta, meðal annars samskipta- og leiðtogahæfni, en einnig viðhorfs til vinnuveitandans, Icelandair. „Það er hægt að setja þetta í samhengi við sjómenn. Þætti fólki eðlilegt ef sjómenn þyrftu að vera gefa hvor öðrum einkunn eftir hverja sjóferð. Hvað þeir hafi verið að gera, hvað skipstjórinn var að segja og svona. Þetta bara gefur af sér lélegri móral en maður getur ímyndað sér, og í þessu öryggisstarfi þá er mórallinn rosalega mikilvægur,“ segir Margrét Sturlaugsdóttir, sem starfaði í 18 ár hjá Icelandair. Á tíma sínum hjá félaginu sinnti Margrét meðal annars stjórnendastöðum. Ríkisútvarpið sagði nýverið frá því að Alþýðusamband Íslands hefði gagnrýnt Icelandair vegna forritsins. Hún telur að einkunnagjafarkerfi innan flugáhafna geti orðið til þess að fólk veigri sér við að segja frá því ef eitthvað fer úrskeiðis, af ótta við að fá slæma umsögn frá samstarfsfólki sínu. Það geti leitt til þess að öryggismál færist úr forgrunninum ef lagt er fyrir áhafnir að fylgjast á þennan hátt með samstarfsfólki sínu í vinnunni. „Ég held að það gefi auga leið að það er enginn að segja frá því að hann hafi gleymt að tékka klósettin, eða ekki skoðað súrefnistækin, gleymt einhverju eða klúðrað einhverju litlu sem allir geta lært af. Það eru haldin námskeið nokkrum sinnum á ári þar sem samskiptaformið er sérstaklega æft. Það var alltaf „no blame-policy“ en ég veit ekki hvar hún passar inn í þetta,“ segir Margrét. Með því á hún við að hvatt hafi verið til þess að fólk væri opið og hreinskilið ef það gerði mistök, og að sama skapi að fólki yrði mætt í mildi, gerði það smávægileg mistök. Þá telur Margrét sömuleiðis að notkun forritsins geti orðið til þess að skapa eineltismenningu innan starfsmannahópsins. Telur ákvörðunina stafa af vanþekkingu Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að afar skiptar skoðanir séu í hópi flugþjóna og freyja Icelandair með útgáfu forritsins. Í samtali við mbl í gær sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, að viðtökur meðal starfsmanna væru góðar. Margrét er þá ekki sú eina sem hefur gagnrýnt innleiðingu forritsins, en Drífa Snædal hefur sagt að blað sé brotið á íslenskum vinnumarkaði með því að láta starfsfólk „njósna hvert um annað.“ Drífa ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Margrét sinnti eins og áður sagði stjórnendastöðu hjá Icelandair um árabil, var yfir hópi flugfreyja og þjóna um tíma og var í ráðningarteymi félagsins. Þá á hún sæti í trúnaðarráði Flugfreyjufélags Íslands. Hún telur að ráðstöfunin sé byggð á vanþekkingu. „Vanþekkingu á mannauði og hvernig hann virkar. Þarna eru stjórnendur sem eru yfir, sem hafa ekki eytt miklum tíma um borð, sem er allt í lagi. En mannleg hegðun passar ekki inn í Excel-skjal.“ Mögulega leið til að losa sig við reynslumeira starfsfólk Margrét telur að tilgangurinn með forritinu sé mögulega að losa sig við reynslumikið starfsfólk sem kosti félagið meira en nýir starfskraftar. Margrét er ein úr hópi þeirra sem var sagt upp störfum hjá Icelandair í Covid-faraldrinum og fékk uppsögn sína ekki afturkallaða. Þær skýringar sem Margrét fékk á því að uppsögn hennar yrði ekki dregin til baka voru að skjáskot hefði borist stjórnendum, af einhverju sem hún átti að hafa sagt um félagið. „Ég spurði auðvitað hvort ég fengi ekki að sjá það. Það var ekki í boði. Það átti alltaf að senda mér það en ég hef aldrei séð það. Þeir bera við trúnaði gagnvart starfsmanninum sem sendi skjáskotið. Ég var yfirmaður þarna í átta ár og veit að ég gerði engum eitt eða neitt,“ segir Margrét. Hún hafi engin svör fengið um hvort ætti að draga uppsögnina til baka eða hvenær. „Svo sækir maður aftur um næsta sumar, og þá eru allir aðrir metnir hæfari, meira að segja nýliðarnir. Þá hugsar maður bara með sér hvað maður hlýtur að hafa verið lélegur í 18 ár, samt fengið yfirmannsstöðu og aldrei fengið að vita það. Það er mjög skrýtin mannauðsstefna sem er í gangi þarna, eða bara engin stefna,“ segir Margrét.
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira