Sport

Dag­bjartur og Bald­vin svæðis­meistarar í Banda­ríkjunum

Sindri Sverrisson skrifar
Baldvin Þór Magnússon og Dagbjartur Daði Jónsson skiluðu fullu húsi stiga fyrir sína skóla í gær.
Baldvin Þór Magnússon og Dagbjartur Daði Jónsson skiluðu fullu húsi stiga fyrir sína skóla í gær. Getty/@dagbjartur_jonsson

ÍR-ingurinn Dagbjartur Daði Jónsson og Akureyringurinn Baldvin Þór Magnússon fögnuðu báðir gullverðlaunum á svæðismótum í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í gær.

Dagbjartur keppir fyrir Mississippi State háskólann og vann spjótkastkeppnina á Southeastern Conference svæðismótinu.

Dagbjartur kastaði lengst 76,39 metra og vann nokkuð öruggan sigur, og hefur þar með unnið mótið bæði árin sín í Bandaríkjunum.

Baldvin keppti fyrir Eastern Michigan háskólann í Mid-American mótinu og kom fyrstur í mark í 10.000 metra hlaupi á 30:14,23 mínútum, eða rúmum þremur sekúndum á undan næsta keppanda.

Stærsta frjálsíþróttamót ársins í bandarísku háskólalífi er svo NCAA-mótið í Eugene í Oregon sem fram fer 8.-11. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×