Þrepaskipt útsvar Eggert Sigurbergsson skrifar 13. maí 2022 21:00 Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar