Sáum réttum fræjum á næsta kjörtímabili Sigurður Torfi Sigurðsson og Guðbjörg Grímsdóttir skrifa 13. maí 2022 16:01 Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Árborg Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrif kosinna fulltrúa í sveitarstjórnarkosningum vara oft lengur en kjörtímabilið. Áhrifin geta verið lengi að koma fram og oft óljóst hvort árangur sé jákvæður eða neikvæður. Með það í huga skiptir máli að hafa skýra framtíðarsýn og hugsa fram í tímann. Því betur sem vandað er til verka því meiri verður árangurinn. Höfum í huga að það sem er framkvæmd í flýti getur dregið dilk á eftir sér og verið erfitt að lagfæra. Höfum í huga að þegar við sáum réttum fræjum og hlúum að þeim uppskerum við ríkulega - en ef ekki þá fáum við illgresi. Við í Vinstri grænum í Árborg leggjum því áherslu á að hugsa til framtíðar og sá réttum fræjum þannig að hér verði ræktarlegt sveitarfélag. Sáum fræjum í efnahags- og atvinnumálum með því að skapa störf í náttúru- og umhverfisvernd, leggja áherslu á hringrásarhagkerfi og auka upplýsingagjöf og gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins. Sáum fræjum í velferðamálum með því að horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu, efla þjónustu á sviði geðhjúkrunar auk þess að auka úrræði í atvinnumálum öryrkja og fatlaðra. Sáum fræjum í mennta- og menningarmálum með því að lækka leikskólagjöld í áföngum þannig að gjaldfrjáls leikskóli verði eðlilegur hluti af samfélaginu, styrkja sérfræðiþjónustu við skólana og styðja við forvarnarfræðslu á öllum skólastigum. Sáum fræjum í íþrótta- og tómstundamálum með því að fylgja eftir byggingu frístundamiðstöðvar, efla fjölbreytt tómstundastarf auk þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta- og tómstundastarfi. Sáum fræjum í húsnæðis-, skipulags-, og samgöngumálum með því að þétta net hjóla- og göngustíga, tryggja framboð lóða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög, hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum og tryggja græn útivistarsvæði. Sáum fræjum í náttúruvernd og umhverfismálum með því að setja öfluga stefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, ásamt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess að skapa störf tengd náttúruvernd og umhverfismálum. Sáum fræjum í mannréttindum, jafnrétti og lýðræði með því að tryggja að jafnréttissjónarmið ráði í allri ákvarðanatöku hjá Sveitarfélaginu Árborg. Göngum lengra og sáum fræjum með Vinstri grænum Setjum X við V laugardaginn 14. maí Höfundar skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar