Makamál

Færðu hrós fyrir líkamann frá makanum?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hrós í ástarsambandi geta gert kraftaverk. Hvernig hrósar þú makanum þínum? 
Hrós í ástarsambandi geta gert kraftaverk. Hvernig hrósar þú makanum þínum?  Getty

Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeir upplifi sig kynþokkafulla í sambandinu sínu. Núna spyrjum við um hrós frá maka. 

Hrós geta verið allavega og mjög misjafnt hversu mikilvæg fólki finnast hrós vera. Flestir geta þó verið sammála um það að einlæg og innihaldsrík hrós gera mikið fyrir sjálfstraustið og sjálfsálitið. 

Það skiptir samt sem áður máli hvernig við hrósum þegar við hrósum fólki varðandi útlit og þá kannski sérstaklega þegar kemur að maka okkar. 

Spjallaðu um hrós við makann

Fólk tekur hrósi misjafnlega, sérstaklega þegar eitthvað óöryggi býr undir en þá getur eitthvað sem á kannski að vera jákvætt haft öfug áhrif og jafnvel virkað sem einskonar skot. 

Í ástarsambandi væri æskilegast að pör ræddu heiðarlega sín á milli um hrós í sambandinu. Þó svo að það gæti hljómað sem lítilvæglegt eða jafnvel óþarfi, gætu samræðurnar breytt mjög miklu. 

Spurningu vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. 


Færðu hrós fyrir líkamann frá makanum?

Karlar svara hér:

Konur svara hér:

Hinsegin svara hér: 


Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.



Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×