Jafnrétti í Hafnarfjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:31 Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Píratar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar