Jafnrétti í Hafnarfjörð Smári Jökull Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:31 Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Píratar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Afleiðingar af kynbundnu ofbeldi eru alvarlegar fyrir þolendur, sem skerða lífsgæði þeirra mikið og geta endað með sjálfsvígi. Það er mikilvægt lýðheilsumál að ráðast í aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Kynjamisrétti er ein stærsta ástæðan fyrir kynbundnu ofbeldi, hlutgervingu og afmennskun kvenna og hinsegin fólks. Staðan er þannig árið 2021 að brotaþolar kynferðisbrota voru í 85% tilvika konur, en 15% karlar. Í 94% tilfella eru karlar gerendur en í 6% tilfella eru konur gerendur. Í heimilisofbeldismálum eru karlar gerendur í rúmum 79% tilfella og konur brotaþolar í um 67% mála. Í þessum gögnum er ekki að finna greinanlegar upplýsingar um ofbeldi gegn kvárum eða öðru transfólki en samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum eru ofbeldi og fordómar gegn þeim hópi gífurlega algengt. Karlmenn eru gerendur í yfirgnæfandi meirihluta og konur þolendur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er stórt og alvarlegt vandamál. Kynbundið ofbeldi heldur konum, stúlkum og hinsegin fólki niðri í samfélaginu. Píratar í Hafnarfirði vilja markvissar aðgerðir gegn misrétti og ofbeldismenningu. Við viljum vandaða geðþjónustu í skólakerfið og áfallamiðaða nálgun í þjónustu við ungmenni og viðkvæma hópa. Við í Pírötum í Hafnarfirði styðjum heilshugar þá hugmynd forkonu Jafnréttisnefndar KÍ um að jafnréttiskennsla þurfi að fara fram á öllum skólastigum. Það væri stór þáttur í að efla jafnréttisvitund ungra Hafnfirðinga ásamt því að jafna kjör kynjanna. Jafnréttisfræðsla myndi byggja á faglegum grunni, þar sem nemendur yrðu frædd á viðeigandi hátt eftir aldri um jafnrétti í víðum skilningi. Þessu tengt vilja Píratar í Hafnarfirði jafnframt áframhaldandi þjónustusamninga við Samtökin 78 um fræðslu til grunnskólanema, starfsfólks og til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra. Píratar í Hafnarfirði standa fyrir samráði við fólk um ákvarðanir er varðar það sjálft. Á meðal þeirra verkefna sem Hafnarfjörður stendur frammi fyrir þegar kemur að kynsegin fólki og transfólki er að uppfæra aðstöðu í stofnunum bæjarins. Það er nauðsynlegt að öllu trans og kynsegin fólki Hafnarfjarðar líði vel hér. Í því samhengi þarf Hafnarfjörður að standa sig þegar kemur að innviðum. Transfólk og kynsegin fólk sem ekki vill nota kvennaklefa eða karlaklefa í íþróttum og sundi þarf að fá klefa sem hentar þeim. Þessu þarf að huga að þegar ný íþróttamannvirki eru byggð hér í bæ og hugsa þarf í lausnum í því húsnæði sem nú þegar er til staðar. Hafnarfjörður er ljósárum á eftir höfuðborginni hvað varðar jafnréttismál. Það er löngu kominn tími á að við tökum upp kynjuð fjármál sem taka tillit til fjölbreytileika íbúa og þannig ætlum við Píratar í Hafnarfirði að tryggja að ráðist sé í nauðsynlegar úrbætur. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir er mannfræðingur og frambjóðandi Pírata í Hafnarfirði
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun