Breiðholt, besta hverfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifa 13. maí 2022 08:01 Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ. Frábær aðstaða hjá ÍR Í Breiðholtinu fer fram mjög öflugt íþróttastarf, bæði hjá Leikni og ÍR. Það hefur verið nokkuð löng bið eftir bættri íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni hjá ÍR en í upphafi kjörtímabilsins tókst Viðreisn að tryggja fjármögnun til verkefnisins og nú erum við að uppskera. Það er búið að umbylta aðstöðunni með nýju fótboltahúsi við ÍR. Opnunardagurinn, með húsið fullt af börnum í bláhvítum búningum var dásamlegur. Við ÍR er líka komið frjálsíþróttasvæði og von bráðar verður komið nýtt parkethús, þar sem hægt verður að æfa innanhúsboltaíþróttir og dans. Okkur í Viðreisn er mjög umhugað um börnin. Við viljum forgangsraða í þágu þeirra. Uppbygging íþróttamannvirkja á að vera í þágu barna og ungmenna og við viljum líka bæta starfsdaginn þeirra með því að samræma betur skóla og íþróttastarf, svo úr verði betri samfella. Fimm ára frítt í leikskóla Við teljum að öll fimm ára börn eigi að fá frítt í leikskóla. Þetta teljum við vera mikið jafnréttismál. Það eru um 5% fimm ára barna sem ekki eru á leikskóla eða hafa verið tekin út af leikskólum. Þetta eru aðallega börn af tekjuminni heimilum sem hafa þá ekki fengið sama undirbúning fyrir grunnskóla og önnur börn. Við teljum mikilvægt að bæta úr þessu. Með þessu gætum við líka styrkt leikskóla sem fyrsta skólastigið. Sveigjanleika og fjölbreytni í heimaþjónustu fyrir aldraða Við í Viðreisn viljum líka tryggja góða þjónustu fyrir aldrað fólk, sem byggir á virkni þeirra og þátttöku. Við viljum tryggja einstaklingum dvöl í öryggi heimilis síns eins lengi og hægt er. En til að það sé raunhæft, þá þarf líka að tryggja góða þjónustu heim. Það þarf að tryggja aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Sértaklega þarf að efla kvöld- og helgarþjónustu og sveigjanlega dagvistun. Þarna viljum við styðja við fjölbreytni og sveigjanleika, t.d. í rekstrarformi þjónustunnar sem aldrað fólk fær og í fæði sem aldrað fólk getur keypt heim. Við vitum að það er mikilvægt að öll hverfi hafi rödd í ráðhúsinu. Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði fyrir öll hverfi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun