Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:32 Auglýsingin birtist á Facebook-síðu VG í nótt. Kosningastjóri flokksins segir að svona mistök gerist þegar verkefnum er útvistað. Vísir „Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“ Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent