HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:00 Litríkir stuðningsmenn frá öllum þjóðum hafa ávallt sett sterkan svip á HM í fótbolta. Getty/Matthew Ashton Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir. Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand. Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand.
Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira