Þessi eru tilnefnd til verðlauna á UT-messunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2022 10:25 Frá fyrri UT-messu. UTmessan fer fram þann 25. maí næstkomandi á Grand hóteli þar sem venju samkvæmt verða veitt UT-verðlaunin. „Í ár hefði verið tilvalið að veita öllum landsmönnum verðlaun fyrir að hafa tekið tæknina inn á erfiðum tímum og margir sem ekki hafa nýtt sér tækni hingað til lært á undraverðum tíma hvernig skal nota hinar ýmsu lausnir til að halda daglegu lífi gangandi,“ segir í tilkynningu frá Skýrslutæknifélag Íslands (Ský). Eftirfarandi eru tilnefndir í undirverðlaunaflokkum UT-verðlaunanna og þar er verið að verðlauna afrek tengd árinu 2021. Verða vinningshafar tilkynntir á verðlaunahátíð í lok UTmessunnar. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin. Eftirtaldir eru tilnefndir í undirverðlaunaflokkum vegna afreka á árinu 2021: UT-Fyrirtækið 2021: UT-fyrirtæki ársins er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti, á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi. ALFREÐ Alfreð steig inn á sviðið fyrir tíu árum og hefur síðan vaxið og þróast með atvinnulífinu. Hjá Alfreð búa umsækjendur til prófíl með upplýsingum um reynslu, menntun og áhugasvið. Hægt er að láta Alfreð vakta störf og fá skilaboð þegar spennandi starf er auglýst. Þannig finna tugþúsundir atvinnu á hverju ári. Með auglýsingum fá atvinnurekendur aðgang að ráðningarkerfi Alfreðs sem auðveldar þeim alla úrvinnslu umsókna. Seinni misseri hafa tengingar við mannauðskerfi fyrirtækja bæst við þjónustuna og í fyrra fór Alfreð að auglýsa námskeið. Svona er Alfreð bara, alltaf á tánum í leit að lausnum sem tengja saman fólk og fyrirtæki. AHA.IS Aha.is er markaðstorg á netinu sem býður fyrirtækjum upp á heildar hugbúnaðar og rekstrarlausn fyrir netsölu, tínslu og heimsendingu. Kerfi Aha samþætta viðmót, móttöku og afgreiðslu pantana og skipuleggja þúsundir verkefna hjá tæplega 200 fyrirtækjum daglega í veitingum, matvöru, verslun og þjónustu. 2021 gaf Aha út nýtt app þar sem m.a. má finna íslenska raddleit þar sem hægt er að lesa inn innkaupalistann upphátt í símann og bæta þannig í körfuna. Aha hefur einnig vakið heimsathygli fyrir himnasendingar með drónum og að hámarka afköst og skipulag sendinga með rafmagnsbílum, drónum og fleiri umhverfisvænum sendingarmátum. AWAREGO AwareGO sérhæfir sig í mannlega þættinum þegar kemur að netöryggi. Fyrirtækið framleiðir myndbönd og býður upp á kennsluhugbúnað sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum við að auka vitund starfsfólks um netöryggi. Myndböndin fjalla á stuttan og hnyttinn hátt um algengustu netöryggishætturnar og eru framleidd með það í huga að fanga athygli starfsfólks og efla það til aukinnar árvekni bæði innan og utan vinnustaðarins. Síðastliðið ár hefur AwareGO unnið að hönnun og prófunum á netöryggisáhættumati fyrir starfsfólk og kom það á markaðinn nú nýverið. Áhættumatið auðveldar þeim sem sjá um netöryggismál að átta sig á öryggisstöðu vinnustaðarins og hvar úrbóta er þörf. UT-Sprotinn 2021: UT- sprotinn er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 1-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli. AURBJÖRG Aurbjörg hefur fest sig í sessi hér á landi fyrir fólk í leit að aðstoð og upplýsingum um fjármál heimilanna, t.d. húsnæðislán, tryggingar, raforkuverð og sparnað. Markmið Aurbjargar er að einfalda fjármál einstaklinga og heimila, hjálpa fólki að fræðast um fjármál og taka upplýstar og góðar ákvarðanir í fjármálum. Á vefnum www.aurbjorg.is er að finna ýmsa þjónustu og upplýsingar sem auka gagnsæi með ýmis konar hlutlausum samanburði. Opnað hefur verið fyrir Premium áskriftarleið, þar sem fólk getur látið vakta húsnæðislán og tryggingar, auk þess sem fólk getur nú óskað eftir tilboðum í tryggingar frá öllum íslensku tryggingafélögunum í gegnum vefinn. NOONA Noona er markaðstorg fyrir þjónustu og upplifanir. Á Noona geta notendur bókað tíma hjá helstu þjónustufyrirtækjum landsins á einum og sama staðnum. Árið 2021 voru 500.000 tímar bókaðir á Noona, en erfitt er að ímynda sér hve mikinn tíma það sparaði neytendum og þjónustuveitendum að þurfa ekki að símtal til að bóka tíma. Rúmlega 500 íslenskir þjónustuaðilar nota svo Noona HQ til þess að halda utan um og skipuleggja reksturinn sinn. Mikil þróun átti sér stað árið 2021, en m.a. voru báðar vörurnar þýddar á nokkur tungumál svo sífellt fjölbreyttari flóra einstaklinga gæti nýtt sér þjónustu Noona um allan heim. DINEOUT Dineout hefur þróað hugbúnaðarlausnir fyrir veitingastaði, hótel og annan rekstur og hefur þróun þeirra farið fram í nánu samstarfi við rekstraraðila með þarfir þeirra og óskir að leiðarljósi. Auk þess heldur Dineout úti markaðstorginu dineout.is og Dineout appinu, sem er einskonar “brú” milli veitingastaða og almennings. Þar er hægt að sjá laus borð og bóka á flestum veitingastöðum. Dineout hefur verið í miklum vexti og hefur hafið göngu sína erlendis. UT-Stafræna þjónustan 2021: UT- Stafræn þjónusta flokkurinn er ætlað lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk. ALMANNARÓMUR Almannarómur er miðstöð máltækni og vinnur að því mikilvæga verkefni að tryggja að máltæknilausnir verði smíðaðar fyrir íslensku. Almannarómur hefur það hlutverk að tryggja að íslensk tunga sé notuð í allri tækni og sér um framkvæmd á metnaðarfullri Máltækniáætlun stjórnvalda til að fylgja íslenskunni inn í framtíðina. Árið 2021 gaf miðstöðin út fjölda máltækniafurða sem fjöldi fyrirtækja og stofnanir eru nú þegar byrjuð að nýta til að bæta þjónustu við sína viðskiptavini. Þá hefur ýmis þjónusta sem nýtist öllum í daglegu lífi litið dagsins ljós, svo sem yfirlestur.is, velthyding.is og sjálfvirk textun í rauntíma á tiro.is. Almannarómur hefur jafnframt náð miklum árangri með lýðvirkjun (crowdsourcing) með söfnun raddgagna í þágu hugbúnaðarþróunar í gegnum vefinn samromur.is en þar hafa 28 þúsund einstaklingar hafa lesið ríflega 2.8 milljónir setninga á íslensku - og þannig búið til eitt stærsta opna raddgagnasafn í heimi. SYSLUMENN.IS Sýslumenn hafa hafið stórsókn í innleiðingu rafrænnar og stafrænnar þjónustu og eru embættin orðin leiðandi í rafrænni opinberri þjónustu. Árlega nýtir um helmingur landsmanna sér þjónustu sýslumanna, enda eru viðfangsefni þeirra afar fjölþætt. Sýslumenn fóru fyrstir stofnanna inn á vef Ísland.is með það að markmiði að auka möguleika viðskiptavina á rafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslu hvar sem er, hvenær sem er. Innleiðing stafrænnar þjónustu embættanna hefur þ.a.l. í för með sér gríðarleg jákvæð áhrif fyrir almenning allan. CERT-ÍS CERT-IS hefur tekið stór skref í að stuðla að bættu netöryggi og viðbragðsgetu innan íslenskrar netlögsögu og mun halda því starfi áfram á næstu árum. Hefur sveitin meðal annars virkjað þrjá af sex sviðshópum mikilvægra innviða sem hafa það markmið að auka samhæfingu viðbragða og forvarna gegn netvá meðal meðlima. CERT-IS hefur auk þess aukið upplýsingaflæði um áhættur og atvik til þjónustuhópa og verið leiðandi í samræmingu viðbragða við alvarlegri áhættum, eins og Log4j og stríðsástandi í Evrópu. CERT-IS viðheldur einnig ástandsvitund netöryggismála og miðlar þeim upplýsingum áfram með fræðslu og endurgjöf til þeirra er málið varðar, bæði innan- og utanlands. Sem fyrr er ekki gefið upp hverjir eru tilnefndir til aðalverðlaunanna, Upplýsingatækniverðlauna Ský; heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Þar var hægt að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað frammúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti. Tækni Upplýsingatækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
„Í ár hefði verið tilvalið að veita öllum landsmönnum verðlaun fyrir að hafa tekið tæknina inn á erfiðum tímum og margir sem ekki hafa nýtt sér tækni hingað til lært á undraverðum tíma hvernig skal nota hinar ýmsu lausnir til að halda daglegu lífi gangandi,“ segir í tilkynningu frá Skýrslutæknifélag Íslands (Ský). Eftirfarandi eru tilnefndir í undirverðlaunaflokkum UT-verðlaunanna og þar er verið að verðlauna afrek tengd árinu 2021. Verða vinningshafar tilkynntir á verðlaunahátíð í lok UTmessunnar. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin. Eftirtaldir eru tilnefndir í undirverðlaunaflokkum vegna afreka á árinu 2021: UT-Fyrirtækið 2021: UT-fyrirtæki ársins er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti, á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi. ALFREÐ Alfreð steig inn á sviðið fyrir tíu árum og hefur síðan vaxið og þróast með atvinnulífinu. Hjá Alfreð búa umsækjendur til prófíl með upplýsingum um reynslu, menntun og áhugasvið. Hægt er að láta Alfreð vakta störf og fá skilaboð þegar spennandi starf er auglýst. Þannig finna tugþúsundir atvinnu á hverju ári. Með auglýsingum fá atvinnurekendur aðgang að ráðningarkerfi Alfreðs sem auðveldar þeim alla úrvinnslu umsókna. Seinni misseri hafa tengingar við mannauðskerfi fyrirtækja bæst við þjónustuna og í fyrra fór Alfreð að auglýsa námskeið. Svona er Alfreð bara, alltaf á tánum í leit að lausnum sem tengja saman fólk og fyrirtæki. AHA.IS Aha.is er markaðstorg á netinu sem býður fyrirtækjum upp á heildar hugbúnaðar og rekstrarlausn fyrir netsölu, tínslu og heimsendingu. Kerfi Aha samþætta viðmót, móttöku og afgreiðslu pantana og skipuleggja þúsundir verkefna hjá tæplega 200 fyrirtækjum daglega í veitingum, matvöru, verslun og þjónustu. 2021 gaf Aha út nýtt app þar sem m.a. má finna íslenska raddleit þar sem hægt er að lesa inn innkaupalistann upphátt í símann og bæta þannig í körfuna. Aha hefur einnig vakið heimsathygli fyrir himnasendingar með drónum og að hámarka afköst og skipulag sendinga með rafmagnsbílum, drónum og fleiri umhverfisvænum sendingarmátum. AWAREGO AwareGO sérhæfir sig í mannlega þættinum þegar kemur að netöryggi. Fyrirtækið framleiðir myndbönd og býður upp á kennsluhugbúnað sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum við að auka vitund starfsfólks um netöryggi. Myndböndin fjalla á stuttan og hnyttinn hátt um algengustu netöryggishætturnar og eru framleidd með það í huga að fanga athygli starfsfólks og efla það til aukinnar árvekni bæði innan og utan vinnustaðarins. Síðastliðið ár hefur AwareGO unnið að hönnun og prófunum á netöryggisáhættumati fyrir starfsfólk og kom það á markaðinn nú nýverið. Áhættumatið auðveldar þeim sem sjá um netöryggismál að átta sig á öryggisstöðu vinnustaðarins og hvar úrbóta er þörf. UT-Sprotinn 2021: UT- sprotinn er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 1-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli. AURBJÖRG Aurbjörg hefur fest sig í sessi hér á landi fyrir fólk í leit að aðstoð og upplýsingum um fjármál heimilanna, t.d. húsnæðislán, tryggingar, raforkuverð og sparnað. Markmið Aurbjargar er að einfalda fjármál einstaklinga og heimila, hjálpa fólki að fræðast um fjármál og taka upplýstar og góðar ákvarðanir í fjármálum. Á vefnum www.aurbjorg.is er að finna ýmsa þjónustu og upplýsingar sem auka gagnsæi með ýmis konar hlutlausum samanburði. Opnað hefur verið fyrir Premium áskriftarleið, þar sem fólk getur látið vakta húsnæðislán og tryggingar, auk þess sem fólk getur nú óskað eftir tilboðum í tryggingar frá öllum íslensku tryggingafélögunum í gegnum vefinn. NOONA Noona er markaðstorg fyrir þjónustu og upplifanir. Á Noona geta notendur bókað tíma hjá helstu þjónustufyrirtækjum landsins á einum og sama staðnum. Árið 2021 voru 500.000 tímar bókaðir á Noona, en erfitt er að ímynda sér hve mikinn tíma það sparaði neytendum og þjónustuveitendum að þurfa ekki að símtal til að bóka tíma. Rúmlega 500 íslenskir þjónustuaðilar nota svo Noona HQ til þess að halda utan um og skipuleggja reksturinn sinn. Mikil þróun átti sér stað árið 2021, en m.a. voru báðar vörurnar þýddar á nokkur tungumál svo sífellt fjölbreyttari flóra einstaklinga gæti nýtt sér þjónustu Noona um allan heim. DINEOUT Dineout hefur þróað hugbúnaðarlausnir fyrir veitingastaði, hótel og annan rekstur og hefur þróun þeirra farið fram í nánu samstarfi við rekstraraðila með þarfir þeirra og óskir að leiðarljósi. Auk þess heldur Dineout úti markaðstorginu dineout.is og Dineout appinu, sem er einskonar “brú” milli veitingastaða og almennings. Þar er hægt að sjá laus borð og bóka á flestum veitingastöðum. Dineout hefur verið í miklum vexti og hefur hafið göngu sína erlendis. UT-Stafræna þjónustan 2021: UT- Stafræn þjónusta flokkurinn er ætlað lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk. ALMANNARÓMUR Almannarómur er miðstöð máltækni og vinnur að því mikilvæga verkefni að tryggja að máltæknilausnir verði smíðaðar fyrir íslensku. Almannarómur hefur það hlutverk að tryggja að íslensk tunga sé notuð í allri tækni og sér um framkvæmd á metnaðarfullri Máltækniáætlun stjórnvalda til að fylgja íslenskunni inn í framtíðina. Árið 2021 gaf miðstöðin út fjölda máltækniafurða sem fjöldi fyrirtækja og stofnanir eru nú þegar byrjuð að nýta til að bæta þjónustu við sína viðskiptavini. Þá hefur ýmis þjónusta sem nýtist öllum í daglegu lífi litið dagsins ljós, svo sem yfirlestur.is, velthyding.is og sjálfvirk textun í rauntíma á tiro.is. Almannarómur hefur jafnframt náð miklum árangri með lýðvirkjun (crowdsourcing) með söfnun raddgagna í þágu hugbúnaðarþróunar í gegnum vefinn samromur.is en þar hafa 28 þúsund einstaklingar hafa lesið ríflega 2.8 milljónir setninga á íslensku - og þannig búið til eitt stærsta opna raddgagnasafn í heimi. SYSLUMENN.IS Sýslumenn hafa hafið stórsókn í innleiðingu rafrænnar og stafrænnar þjónustu og eru embættin orðin leiðandi í rafrænni opinberri þjónustu. Árlega nýtir um helmingur landsmanna sér þjónustu sýslumanna, enda eru viðfangsefni þeirra afar fjölþætt. Sýslumenn fóru fyrstir stofnanna inn á vef Ísland.is með það að markmiði að auka möguleika viðskiptavina á rafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslu hvar sem er, hvenær sem er. Innleiðing stafrænnar þjónustu embættanna hefur þ.a.l. í för með sér gríðarleg jákvæð áhrif fyrir almenning allan. CERT-ÍS CERT-IS hefur tekið stór skref í að stuðla að bættu netöryggi og viðbragðsgetu innan íslenskrar netlögsögu og mun halda því starfi áfram á næstu árum. Hefur sveitin meðal annars virkjað þrjá af sex sviðshópum mikilvægra innviða sem hafa það markmið að auka samhæfingu viðbragða og forvarna gegn netvá meðal meðlima. CERT-IS hefur auk þess aukið upplýsingaflæði um áhættur og atvik til þjónustuhópa og verið leiðandi í samræmingu viðbragða við alvarlegri áhættum, eins og Log4j og stríðsástandi í Evrópu. CERT-IS viðheldur einnig ástandsvitund netöryggismála og miðlar þeim upplýsingum áfram með fræðslu og endurgjöf til þeirra er málið varðar, bæði innan- og utanlands. Sem fyrr er ekki gefið upp hverjir eru tilnefndir til aðalverðlaunanna, Upplýsingatækniverðlauna Ský; heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Þar var hægt að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað frammúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.
Tækni Upplýsingatækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira