Tími kominn á innhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 11. maí 2022 12:46 Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar