Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 10. maí 2022 15:02 Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Kompás Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun