Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2022 10:54 Birgitta Jónsdóttir er fyrrverandi þingmaður Pírata og er nú í Sósíalistaflokknum. Gunnar H. Gunnarsson er oddviti E-listans. getty/vísir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar. Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Birgitta segist munu eiga fund með yfirkjörstjórn á morgun um næstu skref en í samtali við fréttastofu fyrr í morgun sagðist hún ekki hafa trú á því að undirskriftin hefði verið fölsuð, heldur væri líklega um misskiling að ræða. Fréttin hér fyrir neðan var uppfærð með ofangreindum upplýsingum klukkan 11.50. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. „Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, þegar fréttastofa leitaði til hennar í gær og spurði hana út í skipan hennar í 24. sæti E-listans. Birgitta sagðist í kjölfarið myndu fara fram á að nafn sitt yrði tekið af listanum. Gunnar sagðist í samtali við RÚV í gær ekki skilja hvernig nafn Birgittu hefði endað á listanum en hann hafði talið hana vera á lista af fúsum og frjálsum vilja. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband við Gunnar í morgun og spurði hann meðal annars að því hvað forsvarsmenn flokksins ætluðu að gera; hvort Birgitta yrði tekin af lista og hvort málið yrði rannsakað, það er að segja hvernig nafn hennar endaði á listanum. Gunnar fór undan í flæmingi, sagði málið í ferli og vísaði í aðra frétt RÚV um málið, þar sem haft var eftir Evu Bryndísi Helgadóttur, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík, að kjörstjórn væri með yfirritaða yfirlýsingu frá Birgittu. Í samtali við RÚV sagði Eva að búið væri að úrskurða framboð E-listans gilt og listinn væri því ekki ógildur. Ef undirskriftin væri fölsuð væri það mál útaf fyrir sig. „Við þurfum þá að skoða það mál og ákveða í samráði við Birgittu hvort við beinum málinu til lögreglu eða hvort hún hafi frumkvæði að því sjálf.“ Ákveðin í því að vilja af listanum Gunnar vildi engu svara um það hvort hann vissi hvernig undirskrift Birgittu hefði ratað á yfirlýsinguna. Né heldur vildi hann svara því hvort málið yrði skoðað innan flokksins né hvort nýr maður yrði skipaður á listann. „Það er ekki okkar að taka neinn út eða setja neinn inn,“ svaraði hann og: „Ekki spyrja svona erfiðra spurninga; þú verður bara að tala við yfirvöldin.“ Þegar blaðamaður gekk á hann og sagði það hljóta að vera á forræði flokksins að taka ákvörðun um 24. sætið skellti Gunnar á. Fréttastofa ræddi í framhaldinu við Birgittu sem sagðist telja að um misskilning væri að ræða. „Ég skrifaði undir eitthvað plagg,“ sagði Birgitta en hún hefði talið að um væri að ræða stuðningsyfirlýsingu við framboðið. „Þeir myndu aldrei fara að falsa undirskriftina mína, þeir eru ekki þannig,“ bætti hún við en sagðist í kjölfarið líklega myndu óska eftir því að fá að sjá skjalið. Birgitta sagðist ekki vilja gera mikið úr málinu en hún væri hins vegar ákveðin í því að vilja láta fjarlægja sig af listanum. „Ef ég verð ekki tekin útaf listanum þá finnst mér það alvarlegt mál,“ sagði hún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira