Innlent

Bilun í rafrænum skilríkjum í morgun

Kjartan Kjartansson skrifar
Rafræn skilríki er hægt að nálgast í snjallsíma. Myndin er úr safni.
Rafræn skilríki er hægt að nálgast í snjallsíma. Myndin er úr safni. Vísir/Getty

Uppfært kl. 9.30: Kerfi Auðkennis með rafræn skilríki komust aftur í lag fyrir klukkan níu í morgun. Þjónustan hafði þá legið niðri frá því um klukkan sjö.

Unnið er að því að laga bilun sem kom upp í morgun sem hefur komið í veg fyrir að rafræn skilríki fólks virki. Rafræn skilríki þarf til að nota alls kyns þjónustu, allt frá heimabönkum til ýmissar opinberrar þjónustu.

Samkvæmt upplýsingum frá Auðkenni sem annast alla þjónustu með rafrænum skilríkjum uppgötvaðist bilunin um átta leytið í morgun. Ekki var hægt að veita frekari upplýsingar um umfang bilunarinnar.

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem eru notuð í rafrænum heimi og hægt er að nota þau til undirritunar. Ríkisstofnanir, sveitarfélög, bankar, tryggingarfélög, skólar, íþróttafélög og tryggingafélög, lífeyrðissjóðir og stéttarfélög eru á meðal þeirra sem bjóða upp á möguleikann að nota rafræn skilríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×