Heilsueflandi samfélagið Fjarðabyggð Salóme Rut Harðardóttir skrifar 10. maí 2022 08:16 Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar