Strokufanginn í gæsluvarðhald eftir eftirför Bjarki Sigurðsson skrifar 9. maí 2022 23:12 Lögregla handtók Casey og Vicky White í kvöld eftir eftirför. AP Strokufanginn Casey White, sem slapp úr fangelsi með aðstoð fangavarðarins Vicky White, er nú kominn í gæsluvarðhald. Vicky var lögð inn á spítala eftir að þau náðust vegna skotsára. CNN greinir frá þessu. Þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn eru Casey og Vicky ekkert skyld. Casey sat inni í fangelsi í Alabama þar sem Vicky vann, en hann var grunaður um að hafa stungið konu til bana árið 2020. Rannsakendur telja að þau hafi átt í nánu sambandi en Vicky laug því að hún ætlaði með Casey í geðrannsókn þegar hún yfirgaf fangelsið með hann. Í myndbandi sem lögregluyfirvöld birtu af flóttanum má sjá Vicky fylgja Casey út í lögreglubíl. Authorities release video footage of an Alabama corrections officer helping a murder suspect escape from a detention center https://t.co/nXBDbHhc5J pic.twitter.com/C3LpeaExTO— Reuters (@Reuters) May 4, 2022 Í dag barst lögreglu ábending um að sést hefði verið til Casey á bílaþvottastöð í Indiana-fylki. Seinna í kvöld fundust þau á hóteli í fylkinu. Different angle of the person US Marshals says could be Casey White. https://t.co/Od1vLlS4NA pic.twitter.com/fCU78vzYSN— Brian Entin (@BrianEntin) May 9, 2022 Þá hófst bílaeftirför sem endaði með því að skötuhjúin náðust. Lögregla þurfti ekki að beita skotvopnum og því er talið að Vicky hafi skotið sig sjálfa. Þau verða bæði send til Alabama þar sem þau verða ákærð fyrir flóttann. Vicky verður einnig ákærð fyrir skjalafals og auðkennisþjófnað en hún hafði keypt bíl nokkrum dögum fyrir flóttann með fölsuðum skilríkjum. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. 3. maí 2022 08:02 Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi. 4. maí 2022 09:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
CNN greinir frá þessu. Þrátt fyrir sameiginlegt eftirnafn eru Casey og Vicky ekkert skyld. Casey sat inni í fangelsi í Alabama þar sem Vicky vann, en hann var grunaður um að hafa stungið konu til bana árið 2020. Rannsakendur telja að þau hafi átt í nánu sambandi en Vicky laug því að hún ætlaði með Casey í geðrannsókn þegar hún yfirgaf fangelsið með hann. Í myndbandi sem lögregluyfirvöld birtu af flóttanum má sjá Vicky fylgja Casey út í lögreglubíl. Authorities release video footage of an Alabama corrections officer helping a murder suspect escape from a detention center https://t.co/nXBDbHhc5J pic.twitter.com/C3LpeaExTO— Reuters (@Reuters) May 4, 2022 Í dag barst lögreglu ábending um að sést hefði verið til Casey á bílaþvottastöð í Indiana-fylki. Seinna í kvöld fundust þau á hóteli í fylkinu. Different angle of the person US Marshals says could be Casey White. https://t.co/Od1vLlS4NA pic.twitter.com/fCU78vzYSN— Brian Entin (@BrianEntin) May 9, 2022 Þá hófst bílaeftirför sem endaði með því að skötuhjúin náðust. Lögregla þurfti ekki að beita skotvopnum og því er talið að Vicky hafi skotið sig sjálfa. Þau verða bæði send til Alabama þar sem þau verða ákærð fyrir flóttann. Vicky verður einnig ákærð fyrir skjalafals og auðkennisþjófnað en hún hafði keypt bíl nokkrum dögum fyrir flóttann með fölsuðum skilríkjum.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. 3. maí 2022 08:02 Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi. 4. maí 2022 09:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Leita að fanga sem slapp með aðstoð fangavarðar í Alabama Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað. 3. maí 2022 08:02
Birtu myndband af flótta grunaðs morðingja Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hafa birt myndband sem sýnir hvernig fangavörður hjálpaði fanga sem er grunaður um morð að sleppa úr fangelsi fyrir helgi. Talið er að þau hafi verið í nánu sambandi. 4. maí 2022 09:51