Innlent

Sakaður um að hafa gripið í rasskinnar á ungum dreng

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm

Karlmaður nokkur svarar þessa dagana til saka vegna ákæru fyrir kynferðisbrot. Hann er sakaður um að hafa á ótilgreindum stað á föstudegi í Reykjavík veist að þrettán ára gömlum dreng.

Í ákæru héraðssaksóknara segir að hann hafi klipið í báðar rasskinnar hans utanklæða, gripið í stuttbuxur og nærbuxur hans og togað þær harkalega upp, snúið hann niður og sett hné sitt á maga hans og klipið fast í báðar rasskinnar.

Farið er fram á 800 þúsund krónur í bætur vegna brotsins. Aðalmeðferð í málinu fer fram í maí og má reikna með dómi í málinu í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×