Kapp í frambjóðendum í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 17:00 Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs tókust á í kappræðum Vísis. Vísir/vilhelm Fulltrúar meirihlutans í Kópavogi voru meðal annars sakaðir um valdhroka sem sagður er óhjákvæmilegur fylgifiskur langrar valdasetu. Það var fjör í kosningakappræðum Vísis þar sem málefni Kópavogs voru undir. Gengið verður til sveitastjórnarkosninga um helgina. Kastljósinu var beint að Kópavogi í kappræðunum. Þar er úr átta framboðum að spila og því var barist um að fá orðið. Röggsamur stjórnandi, Heimir Már Pétursson, hafði hins vegar góð tök á umræðunum sem voru upplýsandi og skemmtilegar. Þó allt væri kurteislegt á yfirborðinu gengu eitruð skeyti milli frambjóðanda. Baneitruð. Oddvitarnir sem mættu til leiks eru þau Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmálin alpha og omega bæjarmálanna Eftir síðustu kosningar hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn Kópavogs og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar einn og Viðreisn fékk tvo kjörna. Orri Vignir Hlöðversson taldi ómaklega að fjárfestum og verktökum vegið þegar rætt var um skipulagsmál í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem er nýtt framboð. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar og voru þau rædd. Vegna skorts á byggingarlandi liggur ekkert annað fyrir en þétta byggð. Um það voru flestir frambjóðendur sammála um en það er hins vegar ekki sama hvernig að því er staðið og þar mátti greina ágreining. Spjótin beindust í því sambandi að oddvitum þeirra flokka sem eru í meirihluta og voru þau sökuð um að hafa selt verktökum lóðir og uppbyggingin væri algerlega á þeirra forsendum. Ásdís Kristjánsdóttir sagði að öfugt við önnur bæjarfélög væri Kópavogur rekinn réttu megin við núllið. Hún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn leggði fram 100 loforða lista, raunsæ og við þau verði staðið.Vísir/Vilhelm Horft var til áforma um að byggja nýjan miðbæjarkjarna í Hamraborg. Orri Vignir, en Framsóknarflokkurinn gegnir formennsku í skipulagsráði, benti á að vegna skorts á landi hlyti leiðin að vera að þétta og sú leið væri aldrei sársaukalaus. Hann hafi ekki enn hitt þann mann sem er á móti þéttingu byggðar en fólk yrði að gera sér grein fyrir að þétting sé til þess að gera ný hugmynd í skipulagi. Og hann benti á, seinna í umræðunum, að það gengi ekki að tala illa um verktaka eins og þar færu einhverjir ljótir karlar. Kópavogur meira fyrir eldri borgara sem ekki greiða útsvar Helga, fyrir Vini Kópavogs, sagði að þeim þar litist verulega illa á það á hvaða leið bæjaryfirvöld væru og því hafi þau fundið sig knúin til að skrúfa saman nýtt framboð. Hún gagnrýndi harðlega það sem hún sagði vera skort á samráði við íbúa um uppbyggingu. Helga fyrir Vini Kópavogs sagði að bæjaryfirvöld væru á röngu róli og því hafi þau séð sig knúin til að bjóða sig fram. Fyrirhyggjuleysið væri mikið, þannig hefði ekki verið tryggt að yngra fólk flytjist í bæinn með byggingu íbúða og leikskóla. Þetta væru útsvarpsgreiðendur, ekki þeir gömlu sem allt miðaðist við.Vísir/Vilhelm Vinnsluferli sé ekki hluti skipulags, verktakar geri tillögur þar sem eini tilgangurinn er að sýna frama á sem bestu nýtinguna. Hún sagði að arkíktekt fjárfestanna hafi kynn fyrirætlanir en þar hefði verið nær lagi að tala um sölukynningu fyrir væntanlega íbúakaupendur en kynningu. Hún sagði bæjaryfirvöld hafa gerst brotleg við stjórnsýslulöggjöf, brotið væri á rétti fólks til að hafa eitthvað um umhverfi sitt að segja. Helga nefndi einnig atriði sem hún taldi bæjaryfirvöld ekki horfa til sem er aldurssamsetning íbúa. Ekkert væri gert til að byggja fyrir yngra fólk heldur miðaðist Kópavogur miklu meira við þá sem eldri eru. Og þeir borgi ekki útsvar þannig að þar sé um mikið fyrirhyggjuleysi að ræða sem getur komið í bak Kópavogsbúa. Sigurbjörg Erla er oddviti Pírata í Kópavogi. Hún sagðist fylgjandi því að bærinn greiddi foreldrum fyrir að vera heima við með börn sín meðan ráðin væri bót á leikskólavandanum. Hún sagði það engin hægri hugmynd, eins en Ólafur Þór Vinstri grænum vildi meina að það væri eitthvað sem hægri menn hafi dregið úr hatti sínum.Vísir/Vilhelm Ásdís, sem er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins, mótmælti þessu og sagði að um lögformlegt ferli væri að ræða. Grunnurinn hlyti að koma frá fjárfestum. Hún lagði áherslu á að staðinn yrði vörður um traustan og ábyrgan rekstur eins og gert hafi verið undanfarin kjörtímabil. Ásdís nefndi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið saman 100 loforða lista um mál sem horfðu til framfara fyrir Kópavog, þetta væru raunhæf loforð og við það yrði staðið. Borgarlínan kemst ekki fyrir í Kópavogi En það var einmitt það sem Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, vildi gera athugasemd við. Hvernig á því stæði að ekkert bólaði á neinum efndum eftir undanfarið kjörtímabil. Fram kom að það vantaði, miðað við eftirspurn, þrjá leikskóla og hvar væru þeir eiginlega. „Það er örugglega fólk sem kaus þessa flokka vegna loforða um leikskóla. Ekkert af þessu hefur verið gert á fjórum árum sem er vanvirðing við kjósendur.“ Karen, oddviti Miðflokksins, er í sérstakri stöðu hafandi verið í meirihluta fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hún situr nú í bæjarstjórn sem óháð. Hún gekk til liðs við Miðflokkinn eftir formannsslag við Ásdísi. Karen er oddviti Miðflokksins og hún benti meðal annars á að það væri nú svo að Borgarlínan kæmist ekki fyrir í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Hún sagði að hún væri stolt af mörgu sem gert hefði verið en hún sagði að það þyrfti að horfast í augu við mistök sem gerð hafi verið. Í þættinum var innskot þar sem rætt var við Kópavogsbúa og þar kom fram nokkur óánægja. Karen sagði að þar birtist kynslóðamunur. Eldar fólk vildi fáu raska meðan yngra fólk kallaði eftir aukinni uppbyggingu og fleiri íbúðum. Endurskoða þyrfti þéttinguna og þá benti Karen á að það væri einfaldlega svo að borgarlínan kæmist ekki fyrir þar sem henni er ætlað a fara um, við Borgarholtsbraut, nema þá að gengið verði á rétt íbúa þar. Meinlegur skortur á samráði Ólafur Þór fyrir Vinstri græn sagði að allir geti verið sammála um að fara verði í þéttingu byggðar en það verði að gera út frá umhverfisverndarsjónarmiðum. Og varlega verði að fara þegar skipulagt er inn í gróin hverfi. Hann sagði skort á samráði blasa við, í slíkar skipulagsbreytingar væri ekki hægt að fara nema í sátt við íbúana. En það þyrfti engan sérfræðing til að sjá að ef einhver kaupir lóðir á yfir 1000 milljónir þá þurfi ansi margar íbúðir til að fá upp í það. Ólafur Þór sagði að allar stjórnir væru betri með Vinstri græn við borðið. Hann vill ekki einungis horfa til reksturs, krónur og aurar segi ekki allt, heldur verði samfélag að vera umhverfisvænt og mannlegt.Vísir/Vilhelm Ólafur Þór vildi meina að breytingarnar hlytu að taka mið af hagsmunum verktaka meðan Kópavogur væri samfélag og ekki væri hægt að hugsa eingöngu út frá forsendum rekstrar; sveitarfélag eins og Kópavog ætti að nýta til að jafna kjör. Eins og áður sagði hverfðist umræðan að miklu leyti um skipulagsmál. Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna sagði að þau þar hefðu verið á móti því að lóðirnar væru seldar til einkaaðila en ekki hafi verið hlustað á það. Bergljót nefndi sem dæmi um skort á samráði svokallaðan reit 13, en þar hafi verið sett fram sú krafa að þrjár tillögur yrðu gerðar. Þær tillögur hefði mátt kynna íbúum Kópavogs og kjósa á milli þeirra en þess í stað ákvað skipulagsráð hvaða tillaga varð fyrir valinu. Bergljót oddviti Samfylkingar sagði að 360 börn vatni leikskólapláss í Kópavogi. Hvert barn „kosti“ 1,3 milljónir á ári. Það bil þurfi að brúa og hún sé til í að taka þann slag; hvernig ráða megi bug á þeim vanda og hvaða leið verði farin.Vísir/Vilhelm Bergljót gerði athugasemd við orð Ásdísar um traustan rekstur en ástæðan fyrir því að bókahaldið væri í plús hafi verið sú að bæjarfélagið seldi land. Og efndir væru litlar, það vantaði þrjá leikskóla svo mæta megi eftirspurn en ekki væri byrjað að byggja neinn leikskóla, sá síðasti sem opnaði var árið 2014. Mönnunarvandi og leikskólahallæri Mönnunarvandi við leikskólana var ræddur í þættinum og töldu frambjóðendur mikilvægt að lögbinda þá skilgreiningu að leikskólar væru 1. stig skólagöngu. Þannig mætti koma í veg fyrir flótta leikskólakennara í grunnskólana þar sem kjör væru betri. Theodóra er oddviti Viðreisnar. Hún var á þarsíðasta kjörtímabili í meirihluta og þá segir hún að lögð hafi verið verklagi sem miðaðist við samráð við bæjarbúa um skipulagsmál. Núverendi meirihluti hafi ekki hirt um að gæta að því og í raun stigið mörg skref afturábak í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Theodóra hjá Viðreisn sagði að samræma þyrfti grunnskóla og leiksskóla og fara í sértækar aðgerðir. Bæjarfélagið hlyti að hafa sitt að segja um kjör leikskólakennara þó þau séu samningsbundin. Setja mætti einhverjar 150 til 200 milljónir í að bæta starfsumhverfið. Staða Theodóru er sérstök því hún var í meirihluta 2014 til 2018 fyrir Bjarta framtíð. Sjálfstæðismenn ákváðu hins vegar að ganga þá að mynda meirihluta með Framsókn og Theodóra taldi þann flokk hafa brugðist í skipulagsmálum. Verið væri að stíga mörg skref afturábak hvað allt samráð og íbúalýðræði varðar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafi ákveiðð að virkja ekki ákvæði um samráð sem var sett í hennar tíð. Þetta og fjölmargt annað var rætt í kappræðunum og áhugamenn um stjórnmál og bæjarpólitíkina í Kópavogi ætti ekki að leiðast að horfa á þáttinn í heild sinni sem er að finna hér að ofan. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Gengið verður til sveitastjórnarkosninga um helgina. Kastljósinu var beint að Kópavogi í kappræðunum. Þar er úr átta framboðum að spila og því var barist um að fá orðið. Röggsamur stjórnandi, Heimir Már Pétursson, hafði hins vegar góð tök á umræðunum sem voru upplýsandi og skemmtilegar. Þó allt væri kurteislegt á yfirborðinu gengu eitruð skeyti milli frambjóðanda. Baneitruð. Oddvitarnir sem mættu til leiks eru þau Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmálin alpha og omega bæjarmálanna Eftir síðustu kosningar hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa af ellefu í bæjarstjórn Kópavogs og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar einn og Viðreisn fékk tvo kjörna. Orri Vignir Hlöðversson taldi ómaklega að fjárfestum og verktökum vegið þegar rætt var um skipulagsmál í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem er nýtt framboð. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar og voru þau rædd. Vegna skorts á byggingarlandi liggur ekkert annað fyrir en þétta byggð. Um það voru flestir frambjóðendur sammála um en það er hins vegar ekki sama hvernig að því er staðið og þar mátti greina ágreining. Spjótin beindust í því sambandi að oddvitum þeirra flokka sem eru í meirihluta og voru þau sökuð um að hafa selt verktökum lóðir og uppbyggingin væri algerlega á þeirra forsendum. Ásdís Kristjánsdóttir sagði að öfugt við önnur bæjarfélög væri Kópavogur rekinn réttu megin við núllið. Hún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn leggði fram 100 loforða lista, raunsæ og við þau verði staðið.Vísir/Vilhelm Horft var til áforma um að byggja nýjan miðbæjarkjarna í Hamraborg. Orri Vignir, en Framsóknarflokkurinn gegnir formennsku í skipulagsráði, benti á að vegna skorts á landi hlyti leiðin að vera að þétta og sú leið væri aldrei sársaukalaus. Hann hafi ekki enn hitt þann mann sem er á móti þéttingu byggðar en fólk yrði að gera sér grein fyrir að þétting sé til þess að gera ný hugmynd í skipulagi. Og hann benti á, seinna í umræðunum, að það gengi ekki að tala illa um verktaka eins og þar færu einhverjir ljótir karlar. Kópavogur meira fyrir eldri borgara sem ekki greiða útsvar Helga, fyrir Vini Kópavogs, sagði að þeim þar litist verulega illa á það á hvaða leið bæjaryfirvöld væru og því hafi þau fundið sig knúin til að skrúfa saman nýtt framboð. Hún gagnrýndi harðlega það sem hún sagði vera skort á samráði við íbúa um uppbyggingu. Helga fyrir Vini Kópavogs sagði að bæjaryfirvöld væru á röngu róli og því hafi þau séð sig knúin til að bjóða sig fram. Fyrirhyggjuleysið væri mikið, þannig hefði ekki verið tryggt að yngra fólk flytjist í bæinn með byggingu íbúða og leikskóla. Þetta væru útsvarpsgreiðendur, ekki þeir gömlu sem allt miðaðist við.Vísir/Vilhelm Vinnsluferli sé ekki hluti skipulags, verktakar geri tillögur þar sem eini tilgangurinn er að sýna frama á sem bestu nýtinguna. Hún sagði að arkíktekt fjárfestanna hafi kynn fyrirætlanir en þar hefði verið nær lagi að tala um sölukynningu fyrir væntanlega íbúakaupendur en kynningu. Hún sagði bæjaryfirvöld hafa gerst brotleg við stjórnsýslulöggjöf, brotið væri á rétti fólks til að hafa eitthvað um umhverfi sitt að segja. Helga nefndi einnig atriði sem hún taldi bæjaryfirvöld ekki horfa til sem er aldurssamsetning íbúa. Ekkert væri gert til að byggja fyrir yngra fólk heldur miðaðist Kópavogur miklu meira við þá sem eldri eru. Og þeir borgi ekki útsvar þannig að þar sé um mikið fyrirhyggjuleysi að ræða sem getur komið í bak Kópavogsbúa. Sigurbjörg Erla er oddviti Pírata í Kópavogi. Hún sagðist fylgjandi því að bærinn greiddi foreldrum fyrir að vera heima við með börn sín meðan ráðin væri bót á leikskólavandanum. Hún sagði það engin hægri hugmynd, eins en Ólafur Þór Vinstri grænum vildi meina að það væri eitthvað sem hægri menn hafi dregið úr hatti sínum.Vísir/Vilhelm Ásdís, sem er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins, mótmælti þessu og sagði að um lögformlegt ferli væri að ræða. Grunnurinn hlyti að koma frá fjárfestum. Hún lagði áherslu á að staðinn yrði vörður um traustan og ábyrgan rekstur eins og gert hafi verið undanfarin kjörtímabil. Ásdís nefndi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið saman 100 loforða lista um mál sem horfðu til framfara fyrir Kópavog, þetta væru raunhæf loforð og við það yrði staðið. Borgarlínan kemst ekki fyrir í Kópavogi En það var einmitt það sem Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, vildi gera athugasemd við. Hvernig á því stæði að ekkert bólaði á neinum efndum eftir undanfarið kjörtímabil. Fram kom að það vantaði, miðað við eftirspurn, þrjá leikskóla og hvar væru þeir eiginlega. „Það er örugglega fólk sem kaus þessa flokka vegna loforða um leikskóla. Ekkert af þessu hefur verið gert á fjórum árum sem er vanvirðing við kjósendur.“ Karen, oddviti Miðflokksins, er í sérstakri stöðu hafandi verið í meirihluta fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hún situr nú í bæjarstjórn sem óháð. Hún gekk til liðs við Miðflokkinn eftir formannsslag við Ásdísi. Karen er oddviti Miðflokksins og hún benti meðal annars á að það væri nú svo að Borgarlínan kæmist ekki fyrir í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Hún sagði að hún væri stolt af mörgu sem gert hefði verið en hún sagði að það þyrfti að horfast í augu við mistök sem gerð hafi verið. Í þættinum var innskot þar sem rætt var við Kópavogsbúa og þar kom fram nokkur óánægja. Karen sagði að þar birtist kynslóðamunur. Eldar fólk vildi fáu raska meðan yngra fólk kallaði eftir aukinni uppbyggingu og fleiri íbúðum. Endurskoða þyrfti þéttinguna og þá benti Karen á að það væri einfaldlega svo að borgarlínan kæmist ekki fyrir þar sem henni er ætlað a fara um, við Borgarholtsbraut, nema þá að gengið verði á rétt íbúa þar. Meinlegur skortur á samráði Ólafur Þór fyrir Vinstri græn sagði að allir geti verið sammála um að fara verði í þéttingu byggðar en það verði að gera út frá umhverfisverndarsjónarmiðum. Og varlega verði að fara þegar skipulagt er inn í gróin hverfi. Hann sagði skort á samráði blasa við, í slíkar skipulagsbreytingar væri ekki hægt að fara nema í sátt við íbúana. En það þyrfti engan sérfræðing til að sjá að ef einhver kaupir lóðir á yfir 1000 milljónir þá þurfi ansi margar íbúðir til að fá upp í það. Ólafur Þór sagði að allar stjórnir væru betri með Vinstri græn við borðið. Hann vill ekki einungis horfa til reksturs, krónur og aurar segi ekki allt, heldur verði samfélag að vera umhverfisvænt og mannlegt.Vísir/Vilhelm Ólafur Þór vildi meina að breytingarnar hlytu að taka mið af hagsmunum verktaka meðan Kópavogur væri samfélag og ekki væri hægt að hugsa eingöngu út frá forsendum rekstrar; sveitarfélag eins og Kópavog ætti að nýta til að jafna kjör. Eins og áður sagði hverfðist umræðan að miklu leyti um skipulagsmál. Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna sagði að þau þar hefðu verið á móti því að lóðirnar væru seldar til einkaaðila en ekki hafi verið hlustað á það. Bergljót nefndi sem dæmi um skort á samráði svokallaðan reit 13, en þar hafi verið sett fram sú krafa að þrjár tillögur yrðu gerðar. Þær tillögur hefði mátt kynna íbúum Kópavogs og kjósa á milli þeirra en þess í stað ákvað skipulagsráð hvaða tillaga varð fyrir valinu. Bergljót oddviti Samfylkingar sagði að 360 börn vatni leikskólapláss í Kópavogi. Hvert barn „kosti“ 1,3 milljónir á ári. Það bil þurfi að brúa og hún sé til í að taka þann slag; hvernig ráða megi bug á þeim vanda og hvaða leið verði farin.Vísir/Vilhelm Bergljót gerði athugasemd við orð Ásdísar um traustan rekstur en ástæðan fyrir því að bókahaldið væri í plús hafi verið sú að bæjarfélagið seldi land. Og efndir væru litlar, það vantaði þrjá leikskóla svo mæta megi eftirspurn en ekki væri byrjað að byggja neinn leikskóla, sá síðasti sem opnaði var árið 2014. Mönnunarvandi og leikskólahallæri Mönnunarvandi við leikskólana var ræddur í þættinum og töldu frambjóðendur mikilvægt að lögbinda þá skilgreiningu að leikskólar væru 1. stig skólagöngu. Þannig mætti koma í veg fyrir flótta leikskólakennara í grunnskólana þar sem kjör væru betri. Theodóra er oddviti Viðreisnar. Hún var á þarsíðasta kjörtímabili í meirihluta og þá segir hún að lögð hafi verið verklagi sem miðaðist við samráð við bæjarbúa um skipulagsmál. Núverendi meirihluti hafi ekki hirt um að gæta að því og í raun stigið mörg skref afturábak í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Theodóra hjá Viðreisn sagði að samræma þyrfti grunnskóla og leiksskóla og fara í sértækar aðgerðir. Bæjarfélagið hlyti að hafa sitt að segja um kjör leikskólakennara þó þau séu samningsbundin. Setja mætti einhverjar 150 til 200 milljónir í að bæta starfsumhverfið. Staða Theodóru er sérstök því hún var í meirihluta 2014 til 2018 fyrir Bjarta framtíð. Sjálfstæðismenn ákváðu hins vegar að ganga þá að mynda meirihluta með Framsókn og Theodóra taldi þann flokk hafa brugðist í skipulagsmálum. Verið væri að stíga mörg skref afturábak hvað allt samráð og íbúalýðræði varðar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafi ákveiðð að virkja ekki ákvæði um samráð sem var sett í hennar tíð. Þetta og fjölmargt annað var rætt í kappræðunum og áhugamenn um stjórnmál og bæjarpólitíkina í Kópavogi ætti ekki að leiðast að horfa á þáttinn í heild sinni sem er að finna hér að ofan.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent