Formúla 1

Verstappen saxaði enn frekar á forskot Leclerc

Hjörvar Ólafsson skrifar
Max Verstappen fagnar sigri sínum með Red Bull-mönnum í Miami í kvöld. 
Max Verstappen fagnar sigri sínum með Red Bull-mönnum í Miami í kvöld.  Vísir/Getty

Max Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, kom fyrstur í mark í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Bandaríkjuum í kvöld. 

Verstappen tókst að koma í veg fyrir tilraunir Ferrari-ökumannsins Charles Leclerc á lokasprettinum. 

Leclerc var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji en hollenski ökuþórinn komst snemma fram úr Leclerc og samherja hans hjá Ferrari, Carlos Sainz. 

Útlit var fyrir þægilegan sigur heimsmeistarans. Þegar tíu hringir voru eftir þurfti hins vegar að ræsa út öryggisbil í kjölfar áreksturs McLaren-ökumannsins Lando Norris and Pierre Gasly í liði Alpha Tauri. 

Það varð til þess að bilið bilið milli keppinautaunna um heimsmeistaratitillinn minnkaði og úr urðu æsispenandi lokahringir. 

Þessi sigur minnkar forskot Leclerc á Verstappen á toppnum í stigakeppni ökuþóra niður í 19 stig. Þetta var annar sigur Verstappen í röð í mótaröðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×