Tónlist

Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Systkinin gengu Túrkis-dregilinn á opnunarhátíð Eurovision 2022.
Systkinin gengu Túrkis-dregilinn á opnunarhátíð Eurovision 2022. EBU

Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir.

„Við erum að segja þeim að við erum bara alin þannig upp að maður á alltaf að standa með þeim sem er minni máttar eða þeim sem að hafa ekki röddina, sem er ótrúlega gott og gefur okkur meiri tilgang og meiri hlýju í hjartað, að fá að vera til staðar fyrir einhvern sem þarf á því að halda. Það er svolítið það sem við erum búin að ræða mest um.“

Viðtal Júrógarðsins við Systur má sjá hér að neðan.

Í síðasta þætti af Júrógarðinum ræddum við við Ellen Loftsdóttur, stílista íslenska hópsins, þar sem hún talaði um mikilvægi þess að systkinin gætu leyft eigin karakterum að skína. Viðtalið við Ellen má sjá í heild sinni hér:

Við ræddum við Systur um helgina þar sem þær sögðust fylgja flæðinu hér í Tórínó. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. 

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“

Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn.

Bein útsending: Túrkís dregillinn á opnunarhátíð Eurovision

Opnunarhátíð Eurovision fer fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó á Ítalíu í dag. Eurovision-vikan hefst formlega með þessum viðburði en öll löndin hafa nú fengið að æfa sig á stóra sviðinu í Pala Alpitour. 

Brösuleg æfing hjá Svíum

Fyrsti dagur okkar á Eurovision var heldur betur viðburðarríkur. Við mættum í blaðamannahöllina og tókum púlsinn á Kristínu Kristjánsdóttur hjá FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×