Tölvan sagði nei Björgvin Þór Þórhallsson skrifar 7. maí 2022 09:00 Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja. Þetta er vont að svo mörgu leyti, margir eru sífellt á hrakhólum eða hrekjast á milli íbúða, ungt fólk getur ekki flutt að heiman og svo eru þeir sem eru hreinlega á götunni. Þetta er skelfilegt ástand og veldur öryggisleysi og vanlíðan, fólk missir smátt og smátt heilsuna og þetta eru óviðunandi uppeldisaðstæður fyrir börn og unglinga. Þetta er rangt, óréttlátt og óskynsamlegt. Og hvað er þá til ráða? Tillaga til lausnar Borgarfulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu sem tekin var fyrir í borgarstjórn þann 3. maí, sl. Tillagan gengur út á að Félagsbústaðir, stofnun í eigu borgarinnar, byggi 3000 íbúðir, bæði fyrir félagslega kerfið eins og það er núna en líka fyrir aðra sem þurfa húsnæði en falla ekki undir ströng skilyrði Félagsbústaða. Skilyrðin yrðu sem sé víkkuð. Þá var lagt til að Félagsbústaðir (borgin) myndi byggja sjálf, þ.e. stofnaði byggingafélag sem héldi utan um þá starfsemi. Til að fjármagna þetta myndi stofnunin ganga á mjög ríflegt eigið fé sitt en það dugar og rúmlega það fyrir byggingu þessara þrjú þúsund íbúða. Förum aðeins yfir þetta: 1. Það er neyðarástand og lausnin er auðvitað að byggja fleiri íbúðir og hafa þær á viðráðanlegu verði eða leigu. 2. Borgin þarf að byggja sjálf, að mati Sósíalista, markaðurinn virkar ekki. Peningarnir eru til. Félagsbústaðir eiga þá og geta notað þá. 3. Reykjavíkurborg á lóðir og getur nýtt þær í þetta verkefni. Þær lóðir yrðu því ekki boðnar hæstbjóðanda og því missti borgin reyndar af heilmiklum tekjum þess vegna. 4. En á móti kæmi að nýju íbúðirnar yrðu miklu ódýrari en aðrar íbúðir hingað til vegna þess að a. lóðakaupin myndu ekki vera íþyngjandi liður og b. ekki þyrfti að borga byggingaverktökum eða fasteigna- og fjárfestingafélögum ofurhagnað. 5. Byggingarkostnaður 100 fm, 4ra herbergja íbúðar er tæplega 25 milljónir skv . byggingavísitölu byggingakostnaðar (þetta má sjá á vef Hagstofunnar). Byggingaverktakar og fasteignafélög eru að selja svona íbúðir í dag á allt að þrefalt hærra verði. Með því að borgin byggði sjálf, í gegnum Félagsbústaði, mætti bæði selja íbúðirnar á viðráðanlegu verði til almennings og leigja þær út fyrir mun lægri mánaðarleigu en tíðkast nú á almennum leigumarkaði, hjá stóru hagnaðardrifnu leigufélögunum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi og Félagsbústöðunum sjálfum. 6. Í dag eru Félagsbústaðir að kaupa íbúðir af verktökum á uppsprengdu verði og leigja svo út. Leigan þar er vissulega lægri en gengur og gerist en gæti verið enn lægri. Svona var tillagan sem sagt og hana má lesa hér (6. liður fundargerðarinnar): Borgarstjórn - 3.5.2022 | Reykjavik og umræður má sjá og heyra hér: Borgarstjórn í beinni | (reykjavik.is), byrjar á 4:45:36. Mótrök borgarstjóra Þetta fannst mér góð tillaga og ég er viss um að margir eru mér sammála. En hún var samt felld og það með miklum mun. Hvers vegna í ósköpunum var það? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, reyndi að útskýra það en eftir að hafa hlustað á hann kviknuðu fleiri spurningar í kollinum á mér en hann svaraði. Í fyrsta lagi taldi hann að ekki væri ástæða til að breyta um aðferð þar sem mikið hefði verið unnið á biðlistunum undanfarin ár, þeir hefðu styst um helming hjá Félagsbústöðum og hvert metið á fætur öðru verið slegið í byggingu íbúða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Það er gott, svo langt sem það nær en bæði er að fleiri eru í vanda heldur en einungis þeir sem sleppa í gegnum nálarauga Félagsbústaða, betur má ef duga skal hjá óhagnaðardrifnu leigufélögunum (og þar mætti leigan líka vera lægri) og svo er fjöldi manns sem er í miklum vanda, fólk sem ekki fær greiðslumat en þarf að greiða mánaðarleigu sem er mun hærri en greiðslumatið. Þarna á og getur borgin stigið inní af myndarskap og beitt sínu afli. Sú aðferð að láta verktakana um þetta og kaupa svo af þeim nokkrar íbúðir (alltof dýrt) í hverjum stigagangi, dugar ekki til. Það þarf meira. Í annan stað nefndi Dagur þá stefnu að dreifa félagslegum íbúðum um stigagangana og hverfin, til þess að forðast félagslega einsleitni, þ.e. að fátæka fólkið safnaðist saman á einn stað (af hverju er annars betra að dreifa fátæka fólkinu?). Þetta er góð hugsun að sumu leyti og á rétt á sér. En á sú stefna að vilja ekki hafa fátæklingana alla á einum stað, að koma í veg fyrir að við byggjum nógu margar íbúðir? Hvaða meinloka er það eiginlega? Ef þetta á að vera jafnaðarstefna þá er það jafnaðarstefna andskotans. Að lokum sagði Dagur að ekki væri ástæða til að borgin byggði sjálf, ekki væri ástæða til að hætta þeirri aðferð að semja við verktakana og kaupa svo af þeim íbúðir. Ekki væri ástæða til. Tölvan segir nei En hvers vegna er ekki ástæða til? Dagur nefndi engin sérstök rök fyrir því og því minnti þetta mig á atriði úr frægum grínþáttum. Maður kemur til afgreiðslukonu og biður um einhverja tiltekna þjónustu. Afgreiðslukonan lítur á tölvuskjáinn, slær nokkur slög á lyklaborðið og lítur svo aftur á manninn: “Computer say no.” Og svarar þannig öllum frekari fyrirspurnum. Engin rök, engin skýring, bara: tölvan segir nei. Mig langar að vita ástæðuna. Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum (að vísu mjög neðarlega á lista). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja. Þetta er vont að svo mörgu leyti, margir eru sífellt á hrakhólum eða hrekjast á milli íbúða, ungt fólk getur ekki flutt að heiman og svo eru þeir sem eru hreinlega á götunni. Þetta er skelfilegt ástand og veldur öryggisleysi og vanlíðan, fólk missir smátt og smátt heilsuna og þetta eru óviðunandi uppeldisaðstæður fyrir börn og unglinga. Þetta er rangt, óréttlátt og óskynsamlegt. Og hvað er þá til ráða? Tillaga til lausnar Borgarfulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu sem tekin var fyrir í borgarstjórn þann 3. maí, sl. Tillagan gengur út á að Félagsbústaðir, stofnun í eigu borgarinnar, byggi 3000 íbúðir, bæði fyrir félagslega kerfið eins og það er núna en líka fyrir aðra sem þurfa húsnæði en falla ekki undir ströng skilyrði Félagsbústaða. Skilyrðin yrðu sem sé víkkuð. Þá var lagt til að Félagsbústaðir (borgin) myndi byggja sjálf, þ.e. stofnaði byggingafélag sem héldi utan um þá starfsemi. Til að fjármagna þetta myndi stofnunin ganga á mjög ríflegt eigið fé sitt en það dugar og rúmlega það fyrir byggingu þessara þrjú þúsund íbúða. Förum aðeins yfir þetta: 1. Það er neyðarástand og lausnin er auðvitað að byggja fleiri íbúðir og hafa þær á viðráðanlegu verði eða leigu. 2. Borgin þarf að byggja sjálf, að mati Sósíalista, markaðurinn virkar ekki. Peningarnir eru til. Félagsbústaðir eiga þá og geta notað þá. 3. Reykjavíkurborg á lóðir og getur nýtt þær í þetta verkefni. Þær lóðir yrðu því ekki boðnar hæstbjóðanda og því missti borgin reyndar af heilmiklum tekjum þess vegna. 4. En á móti kæmi að nýju íbúðirnar yrðu miklu ódýrari en aðrar íbúðir hingað til vegna þess að a. lóðakaupin myndu ekki vera íþyngjandi liður og b. ekki þyrfti að borga byggingaverktökum eða fasteigna- og fjárfestingafélögum ofurhagnað. 5. Byggingarkostnaður 100 fm, 4ra herbergja íbúðar er tæplega 25 milljónir skv . byggingavísitölu byggingakostnaðar (þetta má sjá á vef Hagstofunnar). Byggingaverktakar og fasteignafélög eru að selja svona íbúðir í dag á allt að þrefalt hærra verði. Með því að borgin byggði sjálf, í gegnum Félagsbústaði, mætti bæði selja íbúðirnar á viðráðanlegu verði til almennings og leigja þær út fyrir mun lægri mánaðarleigu en tíðkast nú á almennum leigumarkaði, hjá stóru hagnaðardrifnu leigufélögunum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum eins og Bjargi og Félagsbústöðunum sjálfum. 6. Í dag eru Félagsbústaðir að kaupa íbúðir af verktökum á uppsprengdu verði og leigja svo út. Leigan þar er vissulega lægri en gengur og gerist en gæti verið enn lægri. Svona var tillagan sem sagt og hana má lesa hér (6. liður fundargerðarinnar): Borgarstjórn - 3.5.2022 | Reykjavik og umræður má sjá og heyra hér: Borgarstjórn í beinni | (reykjavik.is), byrjar á 4:45:36. Mótrök borgarstjóra Þetta fannst mér góð tillaga og ég er viss um að margir eru mér sammála. En hún var samt felld og það með miklum mun. Hvers vegna í ósköpunum var það? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, reyndi að útskýra það en eftir að hafa hlustað á hann kviknuðu fleiri spurningar í kollinum á mér en hann svaraði. Í fyrsta lagi taldi hann að ekki væri ástæða til að breyta um aðferð þar sem mikið hefði verið unnið á biðlistunum undanfarin ár, þeir hefðu styst um helming hjá Félagsbústöðum og hvert metið á fætur öðru verið slegið í byggingu íbúða fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Það er gott, svo langt sem það nær en bæði er að fleiri eru í vanda heldur en einungis þeir sem sleppa í gegnum nálarauga Félagsbústaða, betur má ef duga skal hjá óhagnaðardrifnu leigufélögunum (og þar mætti leigan líka vera lægri) og svo er fjöldi manns sem er í miklum vanda, fólk sem ekki fær greiðslumat en þarf að greiða mánaðarleigu sem er mun hærri en greiðslumatið. Þarna á og getur borgin stigið inní af myndarskap og beitt sínu afli. Sú aðferð að láta verktakana um þetta og kaupa svo af þeim nokkrar íbúðir (alltof dýrt) í hverjum stigagangi, dugar ekki til. Það þarf meira. Í annan stað nefndi Dagur þá stefnu að dreifa félagslegum íbúðum um stigagangana og hverfin, til þess að forðast félagslega einsleitni, þ.e. að fátæka fólkið safnaðist saman á einn stað (af hverju er annars betra að dreifa fátæka fólkinu?). Þetta er góð hugsun að sumu leyti og á rétt á sér. En á sú stefna að vilja ekki hafa fátæklingana alla á einum stað, að koma í veg fyrir að við byggjum nógu margar íbúðir? Hvaða meinloka er það eiginlega? Ef þetta á að vera jafnaðarstefna þá er það jafnaðarstefna andskotans. Að lokum sagði Dagur að ekki væri ástæða til að borgin byggði sjálf, ekki væri ástæða til að hætta þeirri aðferð að semja við verktakana og kaupa svo af þeim íbúðir. Ekki væri ástæða til. Tölvan segir nei En hvers vegna er ekki ástæða til? Dagur nefndi engin sérstök rök fyrir því og því minnti þetta mig á atriði úr frægum grínþáttum. Maður kemur til afgreiðslukonu og biður um einhverja tiltekna þjónustu. Afgreiðslukonan lítur á tölvuskjáinn, slær nokkur slög á lyklaborðið og lítur svo aftur á manninn: “Computer say no.” Og svarar þannig öllum frekari fyrirspurnum. Engin rök, engin skýring, bara: tölvan segir nei. Mig langar að vita ástæðuna. Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum (að vísu mjög neðarlega á lista).
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun