Erlent

Bretar ganga til sveitar­stjórna­kosninga í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Um 1.800 sæti eru í höfuðborginni London þar sem tekist er á um völdin í öllum kjördæmum. 
Um 1.800 sæti eru í höfuðborginni London þar sem tekist er á um völdin í öllum kjördæmum.  EPA

Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag rétt eins og Íslendingar eftir rúma viku. Í Englandi eru 4.360 sæti í boði í 146 sveitarstjórnum auk þess sem kosið er um borgarstjóra víða.

Um 1.800 sæti eru í höfuðborginni London þar sem tekist er á um völdin í öllum kjördæmum.

Sömu sögu er að segja frá Wales og í Skotlandi þar sem allar sveitastjórnir landanna skipta um menn í brúnni. Þá er líka spenna á Norður-Írlandi þar sem kosið er um heimastjórnina sem hefur aðsetur í Stormont-kastala.

Kosningarnar eru sagðar mikið próf fyrir Boris Johnson forsætisráðherra sem setið hefur undir mikilli gagnrýni undanfarin misseri, en þær eru einnig próf fyrir núverandi formann Verkamannaflokksins, Keir Starmer, sem þykir ekki hafa náð að fanga hug og hjörtu kjósenda í stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×