De Bruyne: City þarf að vinna Meistaradeildina til að breyta umræðunni um liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Kevin De Bruyne fagnar hér marki sínu fyrir Manchester City á móti Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Kevin De Bruyne, lykilmaður Manchester City, fer ekkert í felur með það hvað það skiptir félagið miklu máli að vinna loksins Meistaradeildina eftir áralanga bið. Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira