Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2022 06:37 Efnt var til mótmæla út um allt land í gær og gera má ráð fyrir að málið verði afar fyrirferðamikið í umræðum fyrir næstu kosningar, sama hvernig fer. AP/Ringo H.W. Chiu Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
John G. Roberts, forseti hæstaréttar, sagði að rannsókn myndi fara fram á lekanum, sem er fordæmalaus í sögu dómstólsins. Skjalinu var dreift til hæstaréttardómaranna í febrúar á þessu ári en svo virðist sem meirihlutaálitið njóti stuðnings að minnsta kosti fimm af níu dómurum, þeirra sem voru skipaðir þegar repúblikani var við völd í Hvíta húsinu. Óvíst er um afstöðu Roberts, sem var skipaður af George W. Bush. Roberts ítrekaði í yfirlýsingu að um vinnuskjal væri að ræða og sagði að lekinn yrði rannsakaður. Umrætt mál sem liggur fyrir réttinum varðar nýja löggjöf í Mississippi, sem kveður á um bann gegn þungunarrofum eftir 15. viku meðgöngu. Lögin voru öðrum þræði samþykkt til höfuðs niðurstöðunni í prófmálinu Roe gegn Wade, þar sem hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Á sínum tíma var það viðmið bundið við 28 vikur en er nú, vegna framfara í læknavísindunum, áætlað í kringum 24 vikur. Ef marka má drögin sem láku í fyrradag, og Politico birti, hyggst meirihluti hæstaréttar víkja frá því fordæmi sem var sett með Roe gegn Wade árið 1973. Í álitinu segir meðal annars að ákvörðunin í Roe hefði verið röng í grundvallaratriðum og það væri tímabært að færa valdið til að ákvarða rétt kvenna til fóstureyðinga aftur til löggjafans í einstaka ríkjum. I believe that a woman s right to choose is fundamental. Roe has been the law of the land for almost fifty years, and basic fairness and the stability of our law demand that it not be overturned.We will be ready when any ruling is issued.— Joe Biden (@JoeBiden) May 3, 2022 Um leið og fregnir bárust af álitsdrögunum var efnt til mótmæla um allt land. Samskiptamiðlar endurspegluðu vel hversu klofin bandaríska þjóðin er í málinu, jafnvel þótt meirihluti sé fylgjandi því að konur eigi að hafa lokaorðið um eigin líkama. Ríkisstjórar og aðrir ráðamenn hétu því að fylgja málinu eftir; demókratar með því að lögfesta Roe gegn Wade en repúblikanar með því að hvíla ekki fyrr en þungunarrof hefðu verið bönnuð á landsvísu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist myndu gera allt í sínu valdi til að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í lögum. Til þess þyrfti þó fleiri vilhalla þingmenn. Þá ítrekaði hann að ef þetta yrði niðurstaða hæstaréttar, yrði það undir kjósendum komið að standa vörð um rétt kvenna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira