„Stórkostlega alvarleg tíðindi“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var saksóknari áður en hún settist á þing. Hún hefur miklar áhyggjur af áformum hluta dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna um að afnema ákvörðunina um Roe gegn Wade úr gildi. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari. Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53
Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06