Skoðun

Innri-Njarð­vík, því hér á ég heima

Steinþór J. Gunnarsson Aspelund skrifar

Innri - Njarðvík er það hverfi sem ég bý í ásamt fjölskyldu minni og ég vil að það blómstri. Hér er hægt að gera frábæra hluti en til þess þarf vilja og metnað ef við viljum sjá raunverulegar breytingar. Nú eru tæpar tvær vikur til kosninga og aðeins einn flokkur hefur sett fram skýra stefnu varðandi málefni Innri - Njarðvíkur. Það erum við í Sjálfstæðisflokknum.

Umhverfið og skipulagið

  • Við í Sjálfstæðisflokknum samþykkjum ekki öryggisvistun innan eða við íbúabyggð. Þetta þýðir einfaldlega að öryggisvistun mun ekki rísa í Innri - Njarðvík í okkar meirihluta!
  • Við viljum opna og efla Landnámsdýragarðinn.
  • Við ætlum að þróa lifandi og öflugan þjónustukjarna í Innri - Njarðvík með þjónustu, verslun og veitingastöðum.
  • Við ætlum að gera gróðursælan fjölskyldugarð í Innri - Njarðvík fyrir fólk á öllum aldri þar sem fjölskyldur geta notið sín í fallegu umhverfi.
  • Við ætlum að fegra innkomur í hverfið og gera nærumhverfið meira aðlaðandi.
  • Við ætlum að bæta lýsingu göngustíga sem við í Innri - Njarðvík vitum vel að þörf er á.

Börn, ungmenni & eldri íbúar

  • Við viljum að unglingarnir okkar geti notið sín í félagsmiðstöðvum í sínu hverfi og í samstarfi við grunnskólana og Fjörheima ætlum við að opna slíka í Innri - Njarðvík.
  • Við frambjóðendur sem búum í Innri - Njarðvík, þekkjum vel mikilvægi almannasamgangna. Við viljum því auka samvinnu á milli rekstraraðila strætó og forsvarsmanna skóla-, íþrótta & tómstundastarfs og tryggja þannig að frístundaakstur og strætisvagnaferðir verði skipulagt með þarfir notenda í huga. Þá viljum við að það sé frítt í strætó á skólatíma fyrir nemendur.
  • Við munum setja kraft í félagsstarf eldri íbúa og skoða möguleikana á afþreyingu í Innri - Njarðvík.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá verðum við að tryggja að samhliða uppbyggingu nýrra hverfa fylgi innviðauppbygging og að samráð sé haft við íbúa hverfanna. Tækifærin eru hér í Innri - Njarðvík og við eigum að grípa þau, þess vegna boðum við breytingar.

Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×