Innlent

Vísa forsíðufrétt Fréttablaðsins á bug

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins um að ráðuneytið hafi ekki fylgt reglum við ráðgjafakaup í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka eigi ekki við rök að styðjast.

Í fréttinni kom fram að ráðuneytið hafi greitt tveimur erlendum ráðgjöfum 62 milljónir króna. Vísað var í reglur ráðuneytisins um opinber innkaup um að kaup ríkis á sveitarfélaga á vöru og þjónustu yfir 18,5 milljónum skuli fara í útboð.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins er vísað í 11. grein laga um opinber innkaup þar sem fram kemur að kaup opinberra aðila á fjármálaþjónustu í tengslum við útgáfu, sölu, kaup eða aðilaskipti að verðbréfum eða öðrum sambærilegum fjármálagerningum falli ekki undir útboðsskyldu.

„Fréttir sem nýlega birtust um að ráðuneytið hafi brotið gegn reglum um opinber innkaup með kaupum á slíkri þjónustu eiga því ekki við rök að styðjast,“ segir á vef ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×