Erlent

Leita að fanga sem slapp með að­stoð fanga­varðar í Ala­bama

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Bandarísk yfirvöld hafa boðið þeim 10 þúsund dali sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku þeirra Casey White og Vicky White.
Bandarísk yfirvöld hafa boðið þeim 10 þúsund dali sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku þeirra Casey White og Vicky White. AP

Mikil leit er nú gerð að strokufanga í Alabama í Bandaríkjunum sem virðist hafa sloppið úr fangelsi með aðstoð fangavarðar, sem einnig er leitað.

Fanginn, hinn 38 ára Casey White, sem grunaður er um morð á 58 ára konu árið 2020, sást síðast með fangaverðinum Vicky White á lögreglustöð í Alabama síðastliðinn föstudag. White sagðist þá vera á leið með fangann í geðrannsókn, en síðar kom í ljós að engin slík rannsókn hafði verið áætluð.

Nú er talið víst að þau Casey White og Vicky White hafi skipulagt flóttann í sameiningu. Handtökutilskipun hefur því einnig verið gefin út á hendur Vicky White, en skötuhjúin eru ekkert skyld þótt þau beri sama ættarnafn.

Nú er einnig komið í ljós að Vicky White hafði sagt upp störfum sem fangavörður og einnig hafði hún selt hús sitt á svæðinu og sagt vinum sínum að hún væri á leið á ströndina.

Dagurinn sem skötuhjúin hurfu var lokadagur hennar í vinnunni, að því er segir í frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×