Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. maí 2022 21:50 Halldór Jóhann, þjálfari Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, fannst sýnir menn vera etja kappi við töframenn á köflum í síðari hálfleik. „Við töpum bara allt of mörgum boltum í seinni hálfleik. Þeir keyra á okkur og í raun og veru hvað sem þeir gera gengur upp. Ég held þeir hefðu verið með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur. Munurinn lá þar. Við erum með 15 tapaða bolta og ég hugsa að þeir séu ekki með marga tapaða bolta í leiknum. Svo bara klikkum við á skotum og fáum ekki markvörslu hinu megin, bara nokkrir samverkandi þættir í raun og veru. Valsliðið bara frábært, ótrúlega vel skipaðir í öllum stöðum og fljótir að refsa.“ Selfyssingar áttu fínan fyrri hálfleik og voru ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik eftir að hafa leitt leikinn á kafla. „Við teljum okkur alveg geta það, ekki spurning. En það heppnaðist allt upp hjá þeim í kvöld. Það verður að segjast, ótrúleg frammistaða hjá þeim. Mér fannst við vera mjög góðir í 30 til 40 mínútur, en gáfum rosalega mikið eftir. Leikurinn var bara farinn þegar þetta var komið upp í fimm sex mörk. Við náðum ekki þessu áhlaupi sem við ætluðum okkur, þarna seinni hluta seinni hálfleiks köstuðum svolítið inn handklæðinu. Gáfum ungum strákum mikilvægar mínútur.“ Þetta er annað stóra tapið hjá Selfyssingum gegn Val á skömmum tíma. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, telur það þó ekki hafa nein teljandi áhrif á sína menn. „Ég held það hafi engin áhrif, þannig sko. Auðvitað er alltaf vont að tapa stórt og allt það, en við vitum alveg hvað við getum í handbolta og vitum alveg hverslags íþróttamenn og karakterar við erum. Við þurfum bara að koma og sýna það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, fannst sýnir menn vera etja kappi við töframenn á köflum í síðari hálfleik. „Við töpum bara allt of mörgum boltum í seinni hálfleik. Þeir keyra á okkur og í raun og veru hvað sem þeir gera gengur upp. Ég held þeir hefðu verið með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur. Munurinn lá þar. Við erum með 15 tapaða bolta og ég hugsa að þeir séu ekki með marga tapaða bolta í leiknum. Svo bara klikkum við á skotum og fáum ekki markvörslu hinu megin, bara nokkrir samverkandi þættir í raun og veru. Valsliðið bara frábært, ótrúlega vel skipaðir í öllum stöðum og fljótir að refsa.“ Selfyssingar áttu fínan fyrri hálfleik og voru ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik eftir að hafa leitt leikinn á kafla. „Við teljum okkur alveg geta það, ekki spurning. En það heppnaðist allt upp hjá þeim í kvöld. Það verður að segjast, ótrúleg frammistaða hjá þeim. Mér fannst við vera mjög góðir í 30 til 40 mínútur, en gáfum rosalega mikið eftir. Leikurinn var bara farinn þegar þetta var komið upp í fimm sex mörk. Við náðum ekki þessu áhlaupi sem við ætluðum okkur, þarna seinni hluta seinni hálfleiks köstuðum svolítið inn handklæðinu. Gáfum ungum strákum mikilvægar mínútur.“ Þetta er annað stóra tapið hjá Selfyssingum gegn Val á skömmum tíma. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, telur það þó ekki hafa nein teljandi áhrif á sína menn. „Ég held það hafi engin áhrif, þannig sko. Auðvitað er alltaf vont að tapa stórt og allt það, en við vitum alveg hvað við getum í handbolta og vitum alveg hverslags íþróttamenn og karakterar við erum. Við þurfum bara að koma og sýna það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Valur lagði Selfoss með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Um er að ræða viðureign Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 2. maí 2022 21:10