Blómleg atvinnustarfsemi í Hveragerði – allra gróði Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 12:15 Rétt fyrir kosningar heyrum við stjórnmálamenn oft nota frasa eins og „Við viljum styðja við atvinnulifið í bænum“, enda er það eitt af meginhlutverkum stjórnvalda í smærra og stærra samhengi að styðja við grunnstarfsemi á hverjum stað. Fullyrðing sem þessi þýðir í huga okkar flestra að það sé auðvelt, aðgengilegt og aðlaðandi, fyrir þá sem vilja standa á eigin fótum að stofna fyrirtæki eða hefja nýja starfsemi á viðkomandi stað. Þeir sem reynt hafa á eigin skinni vita hversu mikilvægt það er að umhverfi og stjórnsýsla styðji við nýja atvinnustarfsemi, því hún felur alltaf í sér áhættu, það liggur mikið undir og mikilvægt að hugsa hvert skref til enda. Í vel reknum bæjarfélögum er þessi grunnskilningur til staðar, stjórnsýslan er gagnsæ, leiðir skýrar og engar óvæntar hindranir í vegi þess sem vill taka það stóra stökk að hefja atvinnustarfsemi af eigin frumkvæði. Gagnsæ stjórnsýsla skiptir máli Hlutverk þeirra sem halda um stjórnvald á hverjum tíma er að fylgja þeim reglum sem upp eru gefnar, það að allir sitji við sama borð þegar kemur að stofnun fyrirtækja – þ.m.t. þeirra þar sem rekstur leiðir til eðlilegrar samkeppni innan samfélagsins, því það er jú eitt grunnstef í okkar hagkerfi að í fjölbreytileika og samkeppni felist lykill að gæðum þjónustu og hagkvæmni. Fyrirsjáanleiki, hraði á afgreiðslu erinda og gagnsæi í stjórnsýslunni gerir bæjarfélag eins og okkar Hveragerði aðlaðandi fyrir þau sem leggja í atvinnurekstur, nokkuð sem ætti að leggja áherslu á. Það má ekki gerast að bæjaryfirvöld hlutist á nokkurn hátt til um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig, að það sé t.d. samræmi í gjaldtöku á við önnur sveitafélög, að öll upplýsingagjöf sé bæði hröð og rétt og að hér sé á allan mögulegan hátt stuðlað að blómlegu atvinnulífi, að hingað langi fólk að koma með sín fyrirtæki. Það er ekki hlutverk stjórnvalds að hlutast til á einhvern hátt til um það hvernig eða hvort atvinnustarfsemi eða fyrirtæki sem fylgir í einu og öllu þeim kröfum sem til þess eru gerðar geti hafið sína starfsemi í bænum. Slík stefna og framkvæmd brýtur ekki bara í bága við grunnreglur heldur skapar hér óöryggi og dregur upp mynd sem fælir drífandi og kjarkmikið fólk frá því að hefja rekstur. Og á því tapa allir. Ný fyrirtæki og ný starfsemi er súrefni inn í bæinn okkar Það er ekki langt síðan undirrituð talaði við unga konu sem stofnaði Kaffirútuna í Vík í Mýrdal en hún sagði að stuðningur frá bæjarfélaginu hefði skipt sköpum fyrir hana. Sá stuðningur fólst ekki í fyrirgreiðslu á neinn hátt heldur góðu viðbragði á afgreiðslu, lausnarmiðum leiðbeiningum og hvatningu. Þetta er nokkuð sem ætti að vera okkur fyrirmynd, það á ekki að þurfa að beygja sig undir aðrar reglur en þær sem standa skrifaðar á blaði og það á að ríkja hér andi hvatningar og stuðnings til allra þeirra sem vilja leyfa okkar góða bæjarfélagi að njóta góðs af sinni starfsemi og atorku. Gróði samfélagsins felst ekki bara í auknu framboði starfa og útsvarstekna, því að afleidd starfsemi felst í aðkomu þess fjölbreytta hóps fagfólks og verkafólks sem þarf til að setja fyrirtæki á laggirnar og halda því gangandi. Því það er eitt mikilvægasta hlutverk bæjaryfirvalda að standa við bakið á þeim sem eiga frumkvæði að slíkum rekstri og taka því hlutverki alvarlega og gera bókstaflega allt það sem þeirra valdi stendur til að tryggja snuðrulaust ferli þar sem allir sitja við sama borð. Samstarf og samvinna í sinni bestu mynd – gerum betur Bæjarfélag ætti að vera leiðandi afl í samstarfi ólíkra fyrirtækja innan bæjarfélags með það að markmiði að hámarka hagnað, bæta þjónustu, auka lærdóm og samvinnu. Það er ávinningur fyrir alla. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiddi vöru, hratið af þeirri vöru fór á sveitabæ, sem fóðraði nautin sín, seldi nautakjöt sem síðan bæjarbúar nutu góðs af og hratið þar fór í hænurnar. Hversu frábært er það? Við getum með samstillingu og yfirsýn séð leiðir fyrir fyrirtæki innan okkar marka að stilla saman strengi og styðja við atvinnustarfsemi hvers annars, það er verkefni framtíðarinnar og ætti að teljast til þeirra sem mest um vert er að sinna, enda viljum við öll búa í bæ sem er lifandi og gefandi á búa í. Styðjum við atvinnulífið með því að fagna fjölbreytileikanum, hvetja íbúa til að framkvæma drauma sína, leggjum okkur fram um að einfalda verkferla svo hægt sé að afgreiða málin hratt og vel þar sem jafnræðis er gætt ásamt því að stuðla að samvinnu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Höfundur situr í 12. sæti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Rétt fyrir kosningar heyrum við stjórnmálamenn oft nota frasa eins og „Við viljum styðja við atvinnulifið í bænum“, enda er það eitt af meginhlutverkum stjórnvalda í smærra og stærra samhengi að styðja við grunnstarfsemi á hverjum stað. Fullyrðing sem þessi þýðir í huga okkar flestra að það sé auðvelt, aðgengilegt og aðlaðandi, fyrir þá sem vilja standa á eigin fótum að stofna fyrirtæki eða hefja nýja starfsemi á viðkomandi stað. Þeir sem reynt hafa á eigin skinni vita hversu mikilvægt það er að umhverfi og stjórnsýsla styðji við nýja atvinnustarfsemi, því hún felur alltaf í sér áhættu, það liggur mikið undir og mikilvægt að hugsa hvert skref til enda. Í vel reknum bæjarfélögum er þessi grunnskilningur til staðar, stjórnsýslan er gagnsæ, leiðir skýrar og engar óvæntar hindranir í vegi þess sem vill taka það stóra stökk að hefja atvinnustarfsemi af eigin frumkvæði. Gagnsæ stjórnsýsla skiptir máli Hlutverk þeirra sem halda um stjórnvald á hverjum tíma er að fylgja þeim reglum sem upp eru gefnar, það að allir sitji við sama borð þegar kemur að stofnun fyrirtækja – þ.m.t. þeirra þar sem rekstur leiðir til eðlilegrar samkeppni innan samfélagsins, því það er jú eitt grunnstef í okkar hagkerfi að í fjölbreytileika og samkeppni felist lykill að gæðum þjónustu og hagkvæmni. Fyrirsjáanleiki, hraði á afgreiðslu erinda og gagnsæi í stjórnsýslunni gerir bæjarfélag eins og okkar Hveragerði aðlaðandi fyrir þau sem leggja í atvinnurekstur, nokkuð sem ætti að leggja áherslu á. Það má ekki gerast að bæjaryfirvöld hlutist á nokkurn hátt til um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig, að það sé t.d. samræmi í gjaldtöku á við önnur sveitafélög, að öll upplýsingagjöf sé bæði hröð og rétt og að hér sé á allan mögulegan hátt stuðlað að blómlegu atvinnulífi, að hingað langi fólk að koma með sín fyrirtæki. Það er ekki hlutverk stjórnvalds að hlutast til á einhvern hátt til um það hvernig eða hvort atvinnustarfsemi eða fyrirtæki sem fylgir í einu og öllu þeim kröfum sem til þess eru gerðar geti hafið sína starfsemi í bænum. Slík stefna og framkvæmd brýtur ekki bara í bága við grunnreglur heldur skapar hér óöryggi og dregur upp mynd sem fælir drífandi og kjarkmikið fólk frá því að hefja rekstur. Og á því tapa allir. Ný fyrirtæki og ný starfsemi er súrefni inn í bæinn okkar Það er ekki langt síðan undirrituð talaði við unga konu sem stofnaði Kaffirútuna í Vík í Mýrdal en hún sagði að stuðningur frá bæjarfélaginu hefði skipt sköpum fyrir hana. Sá stuðningur fólst ekki í fyrirgreiðslu á neinn hátt heldur góðu viðbragði á afgreiðslu, lausnarmiðum leiðbeiningum og hvatningu. Þetta er nokkuð sem ætti að vera okkur fyrirmynd, það á ekki að þurfa að beygja sig undir aðrar reglur en þær sem standa skrifaðar á blaði og það á að ríkja hér andi hvatningar og stuðnings til allra þeirra sem vilja leyfa okkar góða bæjarfélagi að njóta góðs af sinni starfsemi og atorku. Gróði samfélagsins felst ekki bara í auknu framboði starfa og útsvarstekna, því að afleidd starfsemi felst í aðkomu þess fjölbreytta hóps fagfólks og verkafólks sem þarf til að setja fyrirtæki á laggirnar og halda því gangandi. Því það er eitt mikilvægasta hlutverk bæjaryfirvalda að standa við bakið á þeim sem eiga frumkvæði að slíkum rekstri og taka því hlutverki alvarlega og gera bókstaflega allt það sem þeirra valdi stendur til að tryggja snuðrulaust ferli þar sem allir sitja við sama borð. Samstarf og samvinna í sinni bestu mynd – gerum betur Bæjarfélag ætti að vera leiðandi afl í samstarfi ólíkra fyrirtækja innan bæjarfélags með það að markmiði að hámarka hagnað, bæta þjónustu, auka lærdóm og samvinnu. Það er ávinningur fyrir alla. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem framleiddi vöru, hratið af þeirri vöru fór á sveitabæ, sem fóðraði nautin sín, seldi nautakjöt sem síðan bæjarbúar nutu góðs af og hratið þar fór í hænurnar. Hversu frábært er það? Við getum með samstillingu og yfirsýn séð leiðir fyrir fyrirtæki innan okkar marka að stilla saman strengi og styðja við atvinnustarfsemi hvers annars, það er verkefni framtíðarinnar og ætti að teljast til þeirra sem mest um vert er að sinna, enda viljum við öll búa í bæ sem er lifandi og gefandi á búa í. Styðjum við atvinnulífið með því að fagna fjölbreytileikanum, hvetja íbúa til að framkvæma drauma sína, leggjum okkur fram um að einfalda verkferla svo hægt sé að afgreiða málin hratt og vel þar sem jafnræðis er gætt ásamt því að stuðla að samvinnu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Höfundur situr í 12. sæti Okkar Hveragerðis.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun