Umfjöllun: ÍBV - Leiknir R. 1-1 | Bæði lið komust hæfilega sátt á blað Hjörvar Ólafsson skrifar 1. maí 2022 18:15 ÍBV nældi í sitt fyrsta stig í Bestu deild karla. Vísir/Hulda Margrét Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað. Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt fyrsta deildarmark í treyju ÍBV um miðbik fyrri hálfleiks. Andri Rúnar skilaði þá boltanum í netið af stuttu færi eftir góða sendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Eyjamönnum þar sem gestirnir úr Breiðholtinu jöfnuðu metin skömmu síðar. Arnór Ingi Kristinsson átti þá skot sem fór í Eið Aron Sigurbjörnsson og þaðan í netið. Eftir rúmlega klukkutíma leik vildu Eyjamenn fá vítaspyrnu þegar þeir töldu skot Breka Ómarssonar hafa farið í hönd varnarmanns Leiksins. Egill Arnar Sigurþórsson benti á punktinn en breytti svo þeim dómi í hornspyrnu eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðarmann sinn. Eyjamenn voru nær því að næla sér í stigin þrjú en tvisvar komu marksúlurnar á marki Leiknis í veg fyrir að ÍBV skoraði. Guðjón Ernir Hrafnkelsson átti skoti í stöng í upphafi leiksins og Eiður Aron Sigurbjörnsson skallaði í þverslána undir lok leiksins. Leiknismenn fengu hins vegar einnig sín færi til þess að fara með sigur af hólmi. Athygli vakti að Daníel Finns Matthíasson hóf leikinn á varamannabekknum hjá Leikni en greint var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni að hann vildi yfirgefa herbúðir Breiðhyltinga og ganga í raðir Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Felix Örn Friðriksson átti margar flottar rispur upp vinstri vænginn og skapaði nokkur hættuleg færi fyrir samherja sína. Andri Rúnar og Guðjón Pétur sýndu svo gæðin sem þeir búa yfir í marki Eyjamanna. Sindri Björnsson var hins vegar öflugur inni á miðsvæðinu hjá Leikni. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara suður með sjó og mæta Keflavík í næstu umferð deildarinnar á laugardaginn næsta. Leiknir fær hins vegar Víking í heimsókn í Breiðholtið eftir slétta viku. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Leiknir Reykjavík
Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað. Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt fyrsta deildarmark í treyju ÍBV um miðbik fyrri hálfleiks. Andri Rúnar skilaði þá boltanum í netið af stuttu færi eftir góða sendingu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Eyjamönnum þar sem gestirnir úr Breiðholtinu jöfnuðu metin skömmu síðar. Arnór Ingi Kristinsson átti þá skot sem fór í Eið Aron Sigurbjörnsson og þaðan í netið. Eftir rúmlega klukkutíma leik vildu Eyjamenn fá vítaspyrnu þegar þeir töldu skot Breka Ómarssonar hafa farið í hönd varnarmanns Leiksins. Egill Arnar Sigurþórsson benti á punktinn en breytti svo þeim dómi í hornspyrnu eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðarmann sinn. Eyjamenn voru nær því að næla sér í stigin þrjú en tvisvar komu marksúlurnar á marki Leiknis í veg fyrir að ÍBV skoraði. Guðjón Ernir Hrafnkelsson átti skoti í stöng í upphafi leiksins og Eiður Aron Sigurbjörnsson skallaði í þverslána undir lok leiksins. Leiknismenn fengu hins vegar einnig sín færi til þess að fara með sigur af hólmi. Athygli vakti að Daníel Finns Matthíasson hóf leikinn á varamannabekknum hjá Leikni en greint var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni að hann vildi yfirgefa herbúðir Breiðhyltinga og ganga í raðir Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Felix Örn Friðriksson átti margar flottar rispur upp vinstri vænginn og skapaði nokkur hættuleg færi fyrir samherja sína. Andri Rúnar og Guðjón Pétur sýndu svo gæðin sem þeir búa yfir í marki Eyjamanna. Sindri Björnsson var hins vegar öflugur inni á miðsvæðinu hjá Leikni. Hvað gerist næst? Eyjamenn fara suður með sjó og mæta Keflavík í næstu umferð deildarinnar á laugardaginn næsta. Leiknir fær hins vegar Víking í heimsókn í Breiðholtið eftir slétta viku. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti