Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2022 21:12 Valsmenn unnu góðan sigur gegn KR á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Kjartan Henry, sem tók út leikbann í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar, potaði þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kennie Knak Chopart. Það var svo Patrick Pedersen sem jafnaði metin í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Birkir Már Sævarsson sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á höfuðið á Pedersen sem skallaði boltann í stöngina og inn. Frábær skalli hjá Pedersen sem opnaði þar með markareikning í deildinni í sumar. Jesper Juelsgård tryggði síðan Val stigin þrjú þegar hann skoraði glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. Danski bakvörðurinn snéri boltanum þá laglega í samskeytin nær. KR-ingar voru ekki sáttir við Helga Mikael Jónasson í aðdraganda þess að aukaspyrnan var dæmd sem Daninn skoraði úr. Theodór Elmar vildi meina að brotið hefði verið á sér áður en Valur fékk aukaspyrnuna. Rauða spjaldið fór á loft.Vísir/Hulda Margrét Eins og vanalega í nágrannaslag Vals og KR var þó nokkur harka í leiknum og Grétari Snæ Gunnarssyni var vísað af velli með rauðu spjaldi eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í uppbótartíma leiksins. Eftir þennan sigur eru Valsarar með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan uppskera KR er þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni Af hverju vann Valur? Það er meiri breidd í leikmannahópi Vals og eftir klukkutíma leik hafði Heimir Guðjónsson öflugri vopn en félagi hans Rúnar Kristinsson til þess að hrista upp í leiknum. Það var farið að bera á þreytu hjá lykilleikmönnum KR á meðan Valur gat sett ferska fætur inn á völlinn sem gerðu gæfumuninn. Hverjir sköruðu fram úr? Birkir Heimisson átti afar góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Val en Stefán Árni Geirsson var líflegastur í sóknarleik KR. Juelsgård stimplaði sig svo hressilega inn í íslenska boltann með aukaspynumarki sínu. Hvað gerist næst? Valur sækir FH heim í Kaplakrika á föstudaginn í næstu viku en KR-ingar fá KA-menn í heimsókn í Vesturbæinn eftir slétta viku. Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Valsarar gátu leyft sér að fagna í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Vals voru eðlilega kátir.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst þessi leikur vinnast á góðri stemmingu af okkar hálfu og góðri spilamennsku. Fyrstu 20 mínútur leiksins vorum við ekki að vinna nógu marga seinni bolta og vorum aðeins að selja okkur þegar við fórum í pressu. Þegar leið á fyrri hálfleikinn löguðum við það hins vegar og náðum þá betri tökum á leiknum. Í kjölfarið náðum við að láta boltann ganga betur," sagði Heimir. „Það var svo bara eitt lið á vellinum að mínu mati í seinni hálfleik og við spiluðum virkilega vel. Við fengum fullt af góðum færum eftir flott spil og ég er afar sáttur. Mér fannst allt liðið spila og liðsheildin vera frábær," sagði þjálfari Vals einnig. „Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar hns vegar og bætti svo við: „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt.“ Besta deild karla Valur KR
Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Kjartan Henry, sem tók út leikbann í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar, potaði þá boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kennie Knak Chopart. Það var svo Patrick Pedersen sem jafnaði metin í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Birkir Már Sævarsson sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á höfuðið á Pedersen sem skallaði boltann í stöngina og inn. Frábær skalli hjá Pedersen sem opnaði þar með markareikning í deildinni í sumar. Jesper Juelsgård tryggði síðan Val stigin þrjú þegar hann skoraði glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. Danski bakvörðurinn snéri boltanum þá laglega í samskeytin nær. KR-ingar voru ekki sáttir við Helga Mikael Jónasson í aðdraganda þess að aukaspyrnan var dæmd sem Daninn skoraði úr. Theodór Elmar vildi meina að brotið hefði verið á sér áður en Valur fékk aukaspyrnuna. Rauða spjaldið fór á loft.Vísir/Hulda Margrét Eins og vanalega í nágrannaslag Vals og KR var þó nokkur harka í leiknum og Grétari Snæ Gunnarssyni var vísað af velli með rauðu spjaldi eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í uppbótartíma leiksins. Eftir þennan sigur eru Valsarar með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan uppskera KR er þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni Af hverju vann Valur? Það er meiri breidd í leikmannahópi Vals og eftir klukkutíma leik hafði Heimir Guðjónsson öflugri vopn en félagi hans Rúnar Kristinsson til þess að hrista upp í leiknum. Það var farið að bera á þreytu hjá lykilleikmönnum KR á meðan Valur gat sett ferska fætur inn á völlinn sem gerðu gæfumuninn. Hverjir sköruðu fram úr? Birkir Heimisson átti afar góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Val en Stefán Árni Geirsson var líflegastur í sóknarleik KR. Juelsgård stimplaði sig svo hressilega inn í íslenska boltann með aukaspynumarki sínu. Hvað gerist næst? Valur sækir FH heim í Kaplakrika á föstudaginn í næstu viku en KR-ingar fá KA-menn í heimsókn í Vesturbæinn eftir slétta viku. Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Valsarar gátu leyft sér að fagna í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Vals voru eðlilega kátir.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst þessi leikur vinnast á góðri stemmingu af okkar hálfu og góðri spilamennsku. Fyrstu 20 mínútur leiksins vorum við ekki að vinna nógu marga seinni bolta og vorum aðeins að selja okkur þegar við fórum í pressu. Þegar leið á fyrri hálfleikinn löguðum við það hins vegar og náðum þá betri tökum á leiknum. Í kjölfarið náðum við að láta boltann ganga betur," sagði Heimir. „Það var svo bara eitt lið á vellinum að mínu mati í seinni hálfleik og við spiluðum virkilega vel. Við fengum fullt af góðum færum eftir flott spil og ég er afar sáttur. Mér fannst allt liðið spila og liðsheildin vera frábær," sagði þjálfari Vals einnig. „Ég met bara niðurstöðuna þannig að Valur vann og við töpuðum í jöfnum leik. Það var ekkert sem skildi liðin að. Liðin voru svipað mikið boltann held ég og sköpuðu álíka mörg færi. En Valur náði í stigin þrjú," sagði Rúnar hns vegar og bætti svo við: „Við fengum fimm til sjö dauðafæri í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta nema eitt.“
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“