Við erum búin að borga, hvar eru innviðirnir okkar? Hjördís Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2022 16:00 Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar