Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent