Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. maí 2022 18:00 Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Myndin er úr safni. Getty Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett. Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett.
Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05
Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15