Oddvitaáskorunin: Stendur á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2022 09:01 Bjarki á glærum ís á Bjarnarvatni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira