Veislan hefst í kvöld en Valur og Fram bíða eftir að vita nöfn mótherjanna Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Rut Jónsdóttir og Britney Cots verða á ferðinni í kvöld, önnur á Akureyri en hin í Vestmannaeyjum. vísir/hulda margrét Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld, á sitt hvorum enda landsins. Á Akureyri taka Íslandsmeistarar KA/Þórs á móti Haukum en í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan. Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31