Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 18:00 Pallborðið kosningar í Eflingu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira