Liverpool í góðri stöðu eftir sigur gegn Villarreal 27. apríl 2022 21:05 Sadio Mane, leikmaður Liverpool, skorar markið sem gerir hann að markahæsta Afríkumanni í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Getty Images Liverpool fer til Spánar í næstu viku í seinni leik undanúrslita viðureignarinnar gegn Villarreal með 2-0 forystu eftir sigur á Anfield í fyrri leiknum í kvöld. Liverpool tók stórt skref í átt að sínum þriðja úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu fimm árum með þessum tveggja marka sigri á Villarreal. Jordan Henderson kom heimamönnum á bragðið þegar fyrirgjöf hans fór af Pervis Estupinan, varnarmanni Villarreal, og þaðan í netið á 53. mínútu. Heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt með því að bæta við öðru marki aðeins tveimur mínútum síðar. Eftir frábæra sókn er það Mohamed Salah sem þræðir boltanum í gegnum vörn Villarreal og beint á Sadio Mane sem stýrir boltanum í netið framhjá Geronimo Rulli í marki Villarreal. Mark Mane var hans 14. í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og jafnar hann þar með met Didier Drogba, með flest mörk knattspyrnumanns frá Afríku í útsláttarkeppninni. Liverpool var líklegra til að bæta við fleiri mörkum frekar en Villarreal að minnka muninn það sem eftir lifði leiks. Lokatölur voru 2-0 fyrir Liverpool sem stendur vel að vígi fyrir síðari viðureign liðanna sem fer fram í Villarreal næsta þriðjudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Liverpool fer til Spánar í næstu viku í seinni leik undanúrslita viðureignarinnar gegn Villarreal með 2-0 forystu eftir sigur á Anfield í fyrri leiknum í kvöld. Liverpool tók stórt skref í átt að sínum þriðja úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu fimm árum með þessum tveggja marka sigri á Villarreal. Jordan Henderson kom heimamönnum á bragðið þegar fyrirgjöf hans fór af Pervis Estupinan, varnarmanni Villarreal, og þaðan í netið á 53. mínútu. Heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt með því að bæta við öðru marki aðeins tveimur mínútum síðar. Eftir frábæra sókn er það Mohamed Salah sem þræðir boltanum í gegnum vörn Villarreal og beint á Sadio Mane sem stýrir boltanum í netið framhjá Geronimo Rulli í marki Villarreal. Mark Mane var hans 14. í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og jafnar hann þar með met Didier Drogba, með flest mörk knattspyrnumanns frá Afríku í útsláttarkeppninni. Liverpool var líklegra til að bæta við fleiri mörkum frekar en Villarreal að minnka muninn það sem eftir lifði leiks. Lokatölur voru 2-0 fyrir Liverpool sem stendur vel að vígi fyrir síðari viðureign liðanna sem fer fram í Villarreal næsta þriðjudag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti