Þykir leitt að eineltisskýrslu hafi verið lekið Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2022 07:00 Þorgerður Laufey er núverandi formaður Félags grunnskólakennara og sækist eftir endurkjöri. Stöð 2 Formanni Félags grunnskólakennara þykir það leitt að samskiptaskýrsla, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, hafi lekið. Báðir aðilar málsins vilja bæta samskipti sín. Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Í gærkvöldi fór fram fundur með frambjóðendunum þar sem meðlimum félagsins gafst tækifæri á að spyrja þá úr spjörunum. Einelti á skrifstofunni Á fundinum barst fyrirspurn um færslu sem birtist í Facebook-hóp fyrir grunnskólakennara á Íslandi þar sem fram kom að samkvæmt samskiptaskýrslu sem gerð var innan kennarasambandsins, flokkist hegðun sitjandi formanns, Þorgerðar Laufeyjar, gagnvart öðrum starfsmanni sem einelti. Samskiptin voru skoðuð af sálfræðistofu sem komst að þessari niðurstöðu. Þorgerður svaraði fyrirspurninni um málið og sagði að henni þætti það afar leitt að skýrsla sem þessi hafi lekið enda sé hún trúnaðarmál. Hún staðfestir þó að skýrslan hafi verið gerð og útkomu hennar. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætir við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Baráttumál fyrir stéttina Mjöll var næst að tjá sig um málið og sagði að henni þætti mjög leitt að frétta að samskipti innan sambandsins séu ekki í góðum farvegi. Pétur benti á að ef það er eitthvað sem kennarar hafa barist við seinustu 30 ár þá sé það einelti og þyki það sorglegt að einhver samskipti innan kennarasambandsins sé hægt að flokka sem slíkt. Þorgerður átti síðasta orðið í umræðunni og bað fólk um að láta dómstól götunnar ekki dæma í þessu máli. Atkvæðagreiðsla til formanns félagsins hefst klukkan 14 næsta mánudag, 2. maí. Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Í gærkvöldi fór fram fundur með frambjóðendunum þar sem meðlimum félagsins gafst tækifæri á að spyrja þá úr spjörunum. Einelti á skrifstofunni Á fundinum barst fyrirspurn um færslu sem birtist í Facebook-hóp fyrir grunnskólakennara á Íslandi þar sem fram kom að samkvæmt samskiptaskýrslu sem gerð var innan kennarasambandsins, flokkist hegðun sitjandi formanns, Þorgerðar Laufeyjar, gagnvart öðrum starfsmanni sem einelti. Samskiptin voru skoðuð af sálfræðistofu sem komst að þessari niðurstöðu. Þorgerður svaraði fyrirspurninni um málið og sagði að henni þætti það afar leitt að skýrsla sem þessi hafi lekið enda sé hún trúnaðarmál. Hún staðfestir þó að skýrslan hafi verið gerð og útkomu hennar. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætir við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Baráttumál fyrir stéttina Mjöll var næst að tjá sig um málið og sagði að henni þætti mjög leitt að frétta að samskipti innan sambandsins séu ekki í góðum farvegi. Pétur benti á að ef það er eitthvað sem kennarar hafa barist við seinustu 30 ár þá sé það einelti og þyki það sorglegt að einhver samskipti innan kennarasambandsins sé hægt að flokka sem slíkt. Þorgerður átti síðasta orðið í umræðunni og bað fólk um að láta dómstól götunnar ekki dæma í þessu máli. Atkvæðagreiðsla til formanns félagsins hefst klukkan 14 næsta mánudag, 2. maí.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira