Erlent

Le Pen viðurkennir ósigur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Marine Le Pen þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn í kosningunum.
Marine Le Pen þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn í kosningunum. Vísir/Getty

Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða.

„Úrslit kvöldsins eru í sjálfu sér frábær sigur fyrir okkur,“ sagði Le Pen við kjósendur sína áður en hún viðurkenndi ósigur. „Til að forðast einokun valdsins þá skuldbind ég mig Frakklandi og franska fólkinu,“ sagði Le Pen og gaf í skyn að hún væri alls ekki búin að gefast upp í stjórnmálum.

Macron bað fylgjendur sína að sýna öllum landsmönnum virðingu til að vinna að betra samfélagi og réttlæti milli karla og kvenna. „Ég er forseti allra,“ sagði hann í ávarpi sínu við Eifell-turninn. 

Hann endaði ræðu sína á því að segjast vera stoltur að fá að leiða frönsku þjóðina áfram. 


Tengdar fréttir

Mikil­­vægustu kosningar fyrir Evrópu­­sam­bandið í langan tíma

Emmanuel Macron Frakk­lands­­for­­seti freistar þess í dag að ná endur­­­kjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðana­kannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórn­­mála­­fræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir fram­­tíð Evrópu­­sam­bandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×