„Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2022 18:15 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, er einn ræðumanna á mótmælum sem boðuð eru á morgun til höfuðs fjármálaráðherra og bankasölunni. Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi segir ljóst að íslenskur almenningur geti ekki látið bjóða sér það óréttlæti sem hún segir birtast í útboðinu á hluta ríkisins í Íslandsbanka. Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“ Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Hún er einn af ræðumönnum sem tekur til máls á mótmælum sem boðuð eru á Austurvelli á morgun klukkan 13.45. „Þetta ástand núna, það hreyfir við mér. Pabbi minn, heitinn, tók þátt í búsáhaldabyltingunni. Hann mætti alltaf til að sýna samstöðu og ég gerði það ekki en ég ætla að gera það núna,“ segir Theodóra sem segir margt við atburðaráð síðasta útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka minna á bankahrunið. „Ég hef alveg átt nokkra daga hérna heima hjá mér þar sem ég hef verið að velta þessu ástandi fyrir mér. Það er ýmislegt sem rifjast upp. Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig. Jafnvel þó við höfum fengið heilu hvítbækurnar um að kerfið hafi verið styrkt og að regluverkið sé orðið sterkara þá erum við enn þá stödd þar að það er hægt að blekkja. Við erum bara stödd þar. Þetta er bara mannanna verk og mér finnst þetta vera vont ástand og ég vil stíga fram og taka þátt í mótmælunum.“ Finnst þér íslenskur almenningur hafa verið blekktur? „Já, ég held að íslenskur almenningur hafi verið blekktur, ég held að þingið hafi verði blekkt, nefndirnar hafa verið blekktar og þetta er bara sambærilegt og kom fram í þessari skýrslu 2017, þar sem var sýnt fram á blekkingar við einkavæðingu sem leiddi af sér bankahrunið 2008 og mér finnst þetta bara grafalvarlegt. Mér finnst það líka alvarlegt að stjórnvöld láti ekki ná í sig, það er lítið um svör og þeim finnst þetta einhvern veginn bara léttvægt og það finnst mér alvarlegt. Ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir blekkingum. Kröfur mótmælenda eru að bankasölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér. „Ég held að við ættum að sýna samstöðu og mæta. Það er mitt mat. Miðað við þær fréttir sem eru að berast um þessa bankasölu; þetta óréttlæti og þessi mismunun þá er þetta eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur aftur. Það er alveg á hreinu.“
Salan á Íslandsbanka Hrunið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31