Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir settist niður með blaðamanni Vísis í Prag þar sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. stöð 2 sport Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Þetta er annar leikur Börsunga á Nývangi í Meistaradeildinni. Uppselt var á leikinn gegn erkifjendunum í Real Madrid í átta liða úrslitunum og allir miðar á leikinn gegn Wolfsburg seldust líka upp. „Þetta er klikkað. Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu akkúrat núna en þetta er vá, geðveikt,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi á dögunum. „Ég er auðvitað ótrúlega ánægð með þetta og liðið er spennt. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það er geðveikt að þetta sé komið svona langt í kvennaboltanum, að það séu svona margir áhorfendur spenntir fyrir þessum leik.“ Klippa: Sveindís um leikinn á Nývangi Sveindís samdi við Wolfsburg í desember 2020 en lék með Kristianstad í Svíþjóð á láni á síðasta tímabili. Hún sneri aftur til Wolfsburg í vetur og hefur farið vel af stað með liðinu. „Þetta hefur gengið frábærlega hjá liðinu sem heild, við erum að spila vel og vinnum flesta leiki. Ég er mjög ánægð,“ sagði Sveindís. Hún bjóst ekki við að fá jafn stórt hlutverk með Wolfsburg og hún hefur fengið í vetur. Hugsaði þetta sem aðlögunartímabil „Já, ég get sagt. Ég spila meira en ég bjóst við sem er geggjað. Ég hugsaði þetta tímabil til að koma mér inn í hlutina og læra á stílinn, hvernig þær spila. Ég hef fengið þónokkuð margar mínútur sem ég er ánægð með,“ sagði Sveindís. Klippa: Sveindís um byrjunina hjá Wolfsburg Hún átti stóran þátt í að Wolfsburg sló Arsenal út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í seinni leiknum í Þýskalandi kom Sveindís með beinum hætti að báðum mörkum Wolfsburg. Þýska liðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. „Það var geggjað. Ég var mjög sátt við þann leik og að fá að byrja inn á. Það var frábært og stoðsendingarnar geggjaðar þannig ég er mjög sátt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5hC-a3iUNmU">watch on YouTube</a> Leikur Barcelona og Wolfsburg hefst klukkan 16:45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira