Dómari féll á píptesti Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 13:24 Dómarar þurfa að vera í góðu formi til að dæma leiki hjá bestu handboltamönnum heims. Getty/Sanjin Strukic Einn besti handknattleiksdómari Danmerkur mun ekki dæma aftur leik fyrr en í fyrsta lagi eftir sumarfrí, eftir að hafa fallið á hlaupaprófi. Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið. Danski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Dómarinn Mik Trustrup, sem er 34 ára gamall, hefur ásamt Morten Lethan Albrechtsen dæmt marga stórleiki í danska handboltanum og fengið hrós úr ýmsum áttum. Þeir hafa hins vegar ekki mátt dæma saman síðan 20. mars. Trustrup féll nefnilega á hlaupaprófi sem lagt er fyrir dómara fjórum sinnum á ári, til að ganga úr skugga um að þeir séu í nægilega góðu líkamlegu ástandi til að dæma handboltaleiki á hæsta stigi. Hlaupaprófið er líkt og píptestin sem gerð eru í íslenskum grunnskólum og voru mikið í umræðunni fyrir skömmu. Þeir dómarar sem falla á prófinu mega reyna aftur innan 14 daga en Trustrup ákvað að taka sér frekar hlé og koma sér í betra form. Hann hafði jafnframt í huga að falli dómarar þrisvar á prófinu mega þeir aldrei dæma aftur. „Ef ég hefði fallið á endurtektarprófinu hefði ég því bara átt einn séns til viðbótar. Þá væri dæmið búið ef ég myndi ekki standast prófið í ágúst. Þess vegna valdi ég að taka ekki prófið aftur og einbeita mér frekar að því að bæta líkamlegt form mitt, svo það verði umtalsvert betra í ágúst en hingað til í ár,“ sagði Trustrup við TV 2. Auk Trustrup féll dómarinn Henrik G. Nielsen einnig á hlaupaprófinu í mars. Makkerinn hans Nielsen, Jakob F. Hansen, getur því dæmt leiki með Albrechten að minnsta kosti þar til að þeir Trustrup og Nielsen snúa aftur eftir sumarfríið.
Danski handboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira