Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:00 Amelíu Rose hefur ítrekað verið snúið í land og farþegar taldir upp úr henni. Sea Trips Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór. Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór.
Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent