Innlent

Pantaði mat á veitinga­stað og gat ekki borgað

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.
Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Karlmaður pantaði mat á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi en þegar rukka átti manninn gat hann ekki borgað fyrir veitingarnar. Lögregla var kölluð á staðinn og leysti úr málinu.

Upp úr klukkan hálf eitt í nótt var einn handtekinn í annarlegu ástandi. Maðurinn veittist að fólki og lögregla var búin að hafa ítrekuð afskipti af manninum. Hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

Í Hafnarfirði var ökumaður stöðvaður, grunaður undir akstur undir áhrifum, en hann reyndist „í lagi.“ Farþegi í bílnum var hins vegar handtekinn, grunaður um sölu og vörslu fíkniefna. Efnin voru haldlögð og tekin var skýrsla af farþeganum.

Þá stöðvaði lögregla ökumann í miðborginni en sá var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bílstjóri og farþegi voru báðir handteknir, grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna.

Um kvöldmatarleyti var tilkynnt um eld í bíl í Hlíðunum. Eigandi bílsins reyndi að slökkva eldinn sjálfur, með því að hella vatni úr fötu á bílinn, en slökkviliðið kom fljótt á staðinn og aðstoðaði hann, segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×