Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2022 09:00 Vigdís Hauksdóttir segist hafa þurft að þola margt í pólitík. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. Hún gerði nýverið upp ferilinn í viðtali hjá Heimi Karlssyni útvarpsmanni þar sem hún fór um víðan völl og ræddi meðal annars tímann fyrir stjórnmálin, brottrekstur frá skrifstofu ASÍ og umbrotatíma innan Framsóknarflokksins. Vigdís tilkynnti það í byrjun mars að hún ætlaði ekki að sækjast eftir því að leiða Miðflokkinn í Reykjavík að nýju í komandi borgarstjórnarkosningum. Hnífastungur í Framsókn Árið 2016 var Vigdís stödd í hringiðu átaka innan Framsóknarflokksins í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin og aflandsfélagið Wintris Inc. sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns flokksins. Fljótlega fór að bera á vantrausti í garð Sigmundar Davíðs innan flokksins og kröfum um að hann þyrfti að víkja úr stóli forsætisráðherra. Í kjölfarið fór af stað undarleg atburðarrás að sögn Vigdísar. „Þetta varð til þess að það urðu mjög erfiðir tímar, nokkrar vikur, innan Framsóknarflokksins og innan þingflokksins. Framsóknarmenn kiknuðu í hnjánum, sem ég er mjög undrandi á. Eins og ég sagði á þingflokksfundi: „Vitið þið hvað þið eruð að gera? Þið eruð ekki bara að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins heldur líka á forsætisráðherra þjóðarinnar.“ Sú rimma endaði þannig, ég man að ég lamdi svo fast í borðið að mér var illt í hendinni í fimm daga,“ segir Vigdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta vera svo ofboðslega heimskulegt en þessi dagur endaði þannig að Sigurður Ingi tekur við forsætisráðherraembættinu af Sigmundi Davíð á meðan þessi stormur myndi ganga yfir og þau hjónin gætu þá leiðrétt akkúrat þetta sem kom fram í þessum þætti. En svo endar þetta allt með svikum Sigurðar Inga, ekki bara að afhenda ekki forsætisráðherrastólinn heldur tók hann líka formannsembættið og það var boðað til kosninga.“ Þoli ekki svik og óheiðarleika Úr varð að Sigurður Ingi Jóhannsson fór gegn Sigmundi Davíð í formannskjöri Framsóknarflokksins og hafði betur gegn honum. Síðar stofnaði Sigmundur Davíð Miðflokkinn og fékk Vigdísi til liðs við sig til að leiða flokkinn í Reykjavík. Vigdís segir að hún hafi ekki lengur viljað vera í Framsóknarflokknum eftir hnífstungu Sigurðar Inga. Ákveðin öfl innan flokksins hafi kosið að fara þessa leið á sínum tíma. „Í Framsóknarflokknum er flokkseigendafélag og ég tel að flokkseigendafélagið hafi metið stöðuna þannig að þetta væri best og það var augljóst að það var búið að tala við nokkuð marga þingmenn, við skulum bara segja mikinn meirihluta, og undirbúa þá fyrir þennan þingflokksfund, en ekki mig því ég kom alveg af fjöllum.“ Vigdís segist hafa kosið að tjá sig ekki um þessa atburði á opinberum vettvangi en telji nú nógu langt um liðið til þess að ræða þá. Hún hafi sjaldan áður orðið vitni að jafn miklum óheiðarleika í stjórnmálum. „Þeir sem þekkja mig vita að ég þoli ekki svona svik og óheiðarleika.“ Vigdís var oft hörð í horn að taka í sal borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Meiri rígur milli kvenna í pólitík Vigdís hefur lengi verið áberandi og umdeild á stjórnmálasviðinu en segist eiga það til að sýna aðra hlið á sér í stjórnmálunum en í sínu daglega lífi. „Ég er voða blíð og góð.“ En sumir gætu haldið alls ekki? „Já ég veit það. Það er búið að draga þannig mynd upp af mér en þetta var kannski bara mín leið og heimild til að ná í gegn á sínum tíma, að vera með öll þessi rök á borðinu, skrifa rökfastar greinar og færa rök fyrir máli mínum og það er kannski svolítið erfitt að tækla þannig konur, því yfirleitt eru þetta karlmenn,“ segir Vigdís. Gjarnan sé meiri rígur milli kvenna en karla í pólitík. „Í stjórnmálunum þá ætla ég að segja hér eitt að konur eru konum verstar. Það er stelpuslagurinn sem er verstur, bæði í ráðhúsinu og á Alþingi. Því þegar hann á sér stað þá bara halla karlarnir sér aftur á bak og skemmta sér.“ Það ríki einhvern veginn meiri skilningur og samtrygging hjá körlunum en staðan sé önnur meðal kvenna. „Ég er búin að stúdera þetta. Það var þannig í þinginu, þetta var sem verst þegar vinstri stjórnin var við völd, þá voru það aldrei karlmenn sem réðust á mig, það var alltaf hópur af vinstri konum sem voru að því, flissuðu og voru að grípa fram í út í sal.“ Svo þetta orðatiltæki að konur séu konum verstar, finnst þér það eiga við í pólitíkinni? „Í stjórnmálum á Íslandi og eins er það í ráðhúsinu. Þetta er svona krákuhópur.“ Enn skráð í Miðflokkinn Aðspurð um það hvort hún myndi því frekar kjósa að vinna með körlum en konum í stjórnmálum svarar Vigdís því játandi. „Já, ég hef gert það og í atvinnulífinu, ég hef alltaf unnið meira með körlum. Það er kannski að reynsla mín er þá þannig svolítið karllæg. Það er eins og þessi gagnrýni í borgarstjórn á mig, hef ég heyrt og fundið, að ég eigi ekki að vera að skipta mér af þessum hörðu málum, tala um skuldir borgarinnar, tala um lántökur og tala um vaxtakostnað, því ég er kona og eigi bara að vera í velferðarmálunum og tala um fatlaða og heimilislausa.“ „Eins var það á þingi, þá var ég bara á fullu í þessum alvöru, hörðu málum. Velferðarmál eru líka alvöru mál, ekki misskilja mig, en mér finnst samfélagið einhvern veginn reikna með því að konur í stjórnmálum eigi bara að vera í mjúku málunum, en ég hef alltaf verið hinum megin,“ segir Vigdís. Hún segist enn vera skráð í Miðflokkinn þrátt fyrir að hún sé hætt þátttöku í flokksstarfinu en viti ekki hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég veit ekki hvað ég er að fara að gera. Ég er bara búin að senda út í kosmósið að það er eitthvað sem bíður mín, annað hvort tuttugu nýir gluggar eða þrjár hurðir sem ég þarf bara að opna. Tíminn leiðir það bara í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Miðflokkurinn Bylgjan Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hún gerði nýverið upp ferilinn í viðtali hjá Heimi Karlssyni útvarpsmanni þar sem hún fór um víðan völl og ræddi meðal annars tímann fyrir stjórnmálin, brottrekstur frá skrifstofu ASÍ og umbrotatíma innan Framsóknarflokksins. Vigdís tilkynnti það í byrjun mars að hún ætlaði ekki að sækjast eftir því að leiða Miðflokkinn í Reykjavík að nýju í komandi borgarstjórnarkosningum. Hnífastungur í Framsókn Árið 2016 var Vigdís stödd í hringiðu átaka innan Framsóknarflokksins í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin og aflandsfélagið Wintris Inc. sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns flokksins. Fljótlega fór að bera á vantrausti í garð Sigmundar Davíðs innan flokksins og kröfum um að hann þyrfti að víkja úr stóli forsætisráðherra. Í kjölfarið fór af stað undarleg atburðarrás að sögn Vigdísar. „Þetta varð til þess að það urðu mjög erfiðir tímar, nokkrar vikur, innan Framsóknarflokksins og innan þingflokksins. Framsóknarmenn kiknuðu í hnjánum, sem ég er mjög undrandi á. Eins og ég sagði á þingflokksfundi: „Vitið þið hvað þið eruð að gera? Þið eruð ekki bara að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins heldur líka á forsætisráðherra þjóðarinnar.“ Sú rimma endaði þannig, ég man að ég lamdi svo fast í borðið að mér var illt í hendinni í fimm daga,“ segir Vigdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta vera svo ofboðslega heimskulegt en þessi dagur endaði þannig að Sigurður Ingi tekur við forsætisráðherraembættinu af Sigmundi Davíð á meðan þessi stormur myndi ganga yfir og þau hjónin gætu þá leiðrétt akkúrat þetta sem kom fram í þessum þætti. En svo endar þetta allt með svikum Sigurðar Inga, ekki bara að afhenda ekki forsætisráðherrastólinn heldur tók hann líka formannsembættið og það var boðað til kosninga.“ Þoli ekki svik og óheiðarleika Úr varð að Sigurður Ingi Jóhannsson fór gegn Sigmundi Davíð í formannskjöri Framsóknarflokksins og hafði betur gegn honum. Síðar stofnaði Sigmundur Davíð Miðflokkinn og fékk Vigdísi til liðs við sig til að leiða flokkinn í Reykjavík. Vigdís segir að hún hafi ekki lengur viljað vera í Framsóknarflokknum eftir hnífstungu Sigurðar Inga. Ákveðin öfl innan flokksins hafi kosið að fara þessa leið á sínum tíma. „Í Framsóknarflokknum er flokkseigendafélag og ég tel að flokkseigendafélagið hafi metið stöðuna þannig að þetta væri best og það var augljóst að það var búið að tala við nokkuð marga þingmenn, við skulum bara segja mikinn meirihluta, og undirbúa þá fyrir þennan þingflokksfund, en ekki mig því ég kom alveg af fjöllum.“ Vigdís segist hafa kosið að tjá sig ekki um þessa atburði á opinberum vettvangi en telji nú nógu langt um liðið til þess að ræða þá. Hún hafi sjaldan áður orðið vitni að jafn miklum óheiðarleika í stjórnmálum. „Þeir sem þekkja mig vita að ég þoli ekki svona svik og óheiðarleika.“ Vigdís var oft hörð í horn að taka í sal borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Meiri rígur milli kvenna í pólitík Vigdís hefur lengi verið áberandi og umdeild á stjórnmálasviðinu en segist eiga það til að sýna aðra hlið á sér í stjórnmálunum en í sínu daglega lífi. „Ég er voða blíð og góð.“ En sumir gætu haldið alls ekki? „Já ég veit það. Það er búið að draga þannig mynd upp af mér en þetta var kannski bara mín leið og heimild til að ná í gegn á sínum tíma, að vera með öll þessi rök á borðinu, skrifa rökfastar greinar og færa rök fyrir máli mínum og það er kannski svolítið erfitt að tækla þannig konur, því yfirleitt eru þetta karlmenn,“ segir Vigdís. Gjarnan sé meiri rígur milli kvenna en karla í pólitík. „Í stjórnmálunum þá ætla ég að segja hér eitt að konur eru konum verstar. Það er stelpuslagurinn sem er verstur, bæði í ráðhúsinu og á Alþingi. Því þegar hann á sér stað þá bara halla karlarnir sér aftur á bak og skemmta sér.“ Það ríki einhvern veginn meiri skilningur og samtrygging hjá körlunum en staðan sé önnur meðal kvenna. „Ég er búin að stúdera þetta. Það var þannig í þinginu, þetta var sem verst þegar vinstri stjórnin var við völd, þá voru það aldrei karlmenn sem réðust á mig, það var alltaf hópur af vinstri konum sem voru að því, flissuðu og voru að grípa fram í út í sal.“ Svo þetta orðatiltæki að konur séu konum verstar, finnst þér það eiga við í pólitíkinni? „Í stjórnmálum á Íslandi og eins er það í ráðhúsinu. Þetta er svona krákuhópur.“ Enn skráð í Miðflokkinn Aðspurð um það hvort hún myndi því frekar kjósa að vinna með körlum en konum í stjórnmálum svarar Vigdís því játandi. „Já, ég hef gert það og í atvinnulífinu, ég hef alltaf unnið meira með körlum. Það er kannski að reynsla mín er þá þannig svolítið karllæg. Það er eins og þessi gagnrýni í borgarstjórn á mig, hef ég heyrt og fundið, að ég eigi ekki að vera að skipta mér af þessum hörðu málum, tala um skuldir borgarinnar, tala um lántökur og tala um vaxtakostnað, því ég er kona og eigi bara að vera í velferðarmálunum og tala um fatlaða og heimilislausa.“ „Eins var það á þingi, þá var ég bara á fullu í þessum alvöru, hörðu málum. Velferðarmál eru líka alvöru mál, ekki misskilja mig, en mér finnst samfélagið einhvern veginn reikna með því að konur í stjórnmálum eigi bara að vera í mjúku málunum, en ég hef alltaf verið hinum megin,“ segir Vigdís. Hún segist enn vera skráð í Miðflokkinn þrátt fyrir að hún sé hætt þátttöku í flokksstarfinu en viti ekki hvað framtíðin beri í skauti sér. „Ég veit ekki hvað ég er að fara að gera. Ég er bara búin að senda út í kosmósið að það er eitthvað sem bíður mín, annað hvort tuttugu nýir gluggar eða þrjár hurðir sem ég þarf bara að opna. Tíminn leiðir það bara í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Miðflokkurinn Bylgjan Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent